Listin að gera ekki neitt Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. september 2020 13:30 Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú eru um hálft ár síðan Covid-19 barst til landsins og hefur það gjörbreytt samfélaginu, ekki aðeins ferðaþjónustunni heldur einnig menningarstarfsemi. Stjórnvöld hafa ráðist í nokkrar aðgerðir gagnvart ferðaþjónustunni. Þar þarf þó meira til. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert fyrir menningu og listir á tímum Covid. Allt of lítið. Stjórnvöld fjölguðu listamannalaunum um 40% sem þau sögðu sjálf að þau gerðu eftir að undirritaður kom fram með þá hugmynd. Gott og vel. Annað sem ég hef talað mig hása um síðan veiran barst til landsins, er aukinn stuðningur við sjónvarps- og kvikmyndageirann. Næsti Eyjafjallajökull, aftur Síðastliðinn vetur líkti ég þessu tækifæri við Eyjafjallajökul og átti ég þar við að eftir síðasta hrun var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem kom Íslandi á heimskort ferðamanna. Í þessu hruni getum við hins vegar ekki reitt okkur á eldgos. Núna skulum við reiða okkur á nýsköpun og listir. Ég hef því lagt til og geri það hér enn og aftur að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Býr til störf og peninga Til að svo megi vera, verðum við að auka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og margfalda Kvikmyndasjóð. Með mikilli innspýtingu í þennan geira stóraukum við umsvif hér á landi en með slíkum umsvifum fást störf og skatttekjur, ekki hvað síst í þeim geirum sem núna þjást hvað mest og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi verkefni krefjast margs konar þekkingar og nýtingar á hótelum ásamt flutningum, veitingarekstri, leiðsögn, tæknistörfum og auðvitað allrar listarinnar sem verður sköpuð. Þá eru ferðamenn framtíðarinnar búnir til vegna slíks myndefnis því fjölmargar rannsóknir sýna beint samband á milli ferða til Íslands og kvikmynda og sjónvarpsefnis sem hér er tekið upp. Höfum misst af milljörðum Nú þegar eru nýleg dæmi þar sem við höfum misst af milljarða króna verkefnum t.d. til Írlands vegna þess að þeir bjóða betur en við í þessum efnum. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki viljað taka þessi skref strax í vor þegar við vorum ítrekað að kalla eftir þeim þá. Samhliða þessu þurfa stjórnvöld að koma með veglegan aðgerðarpakka fyrir annað listafólk í landinu: tónlistarfólkið, sviðlistarfólkið, skemmtikraftana, myndlistarfólkið, rithöfundana o.s.frv. Þetta þarf að gerast núna. Í þessum mánuði. Listin að gera ekki neitt má ekki vera lengur ríkjandi hjá stjórnvöldum. Þarf að gerast núna Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Það þýðir ekki að tala um að gera þetta í fjarlægðri og fallegri framtíð. Tíminn er núna. Verjum peningum til að búa til peninga, og búum til list um leið. Við eigum lista- og tæknifólk á heimsmælikvarða og það eigum við að nýta, sérstaklega við þessar aðstæður. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun