Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 17:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Stöð 2 Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum síðan en hún veiktist heiftarlega árið 2014 að sögn lögmanns fjölskyldu hennar en hún hafði farið í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013. Fram hefur komið í fréttum Vísis að þremur málum hafi verið vísað til landlæknis eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að því að tilkynna tvö mál til viðbótar, annað málið var sent til landlæknis í dag en hitt verður sent inn á morgun. Málin eru öll sambærileg og bendir allt til þess að mistök hafi verið gerð í öllum malanna við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fimm mál eru nú á borði Sævars og eru komin í ferli en 25-30 mál til viðbótar hafa verið tilkynnt til hans. Hann segir þau mál í skoðun en óvíst sé að þau séu af sama meiði og þau mál sem hafi verið til umfjöllunar undanfarið og of snemmt sé að segja til um hvort þau tengist þeim málum sem hafi verið til umfjöllunar. „Ég hef ákveðið að taka þessi fimm mál til frekari meðferðar vegna þess að ég tel sterkan grun um að þau séu af sama toga,“ segir Sævar í samtali við Vísi. „Fólk sendir kannski eitthvað sem snýst að krabbameinum sem eru ekki svipuð þeim sem hafa verið til umfjöllunar núna en tilfinningin er sú að þeim gæti fjölgað.“ Flestar kvennanna á þrítugs- og fertugsaldri Umbjóðendur Sævars hyggjast fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélagsins vegna málanna. Sævar segir grun um að mistökin hafi verið gerð í fjölda ára og þar sé um að kenna verkferlum, ekki einstaka starfsmönnum. Í kjölfar þess að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni sem tekin voru á árunum 2017 og 2018. Sævar segir þó fulla ástæðu til þess að fara lengra aftur í tímann. Hann telur fulla ástæðu til þess að skoða sýni allt frá árinu 2013. „Kjarninn í þessu er að þetta eru mál sem gætu náð yfir lengra tímabil. Ég tel að það þurfi að skoða lengra aftur í tímann,“ segir Sævar. Hann segir flestar kvennanna, hverra mál hafa verið send til Sævars, vera á þrítugs og fertugsaldri. „Ég er líka með mál kvenna sem eru eldri, líka á fimmtugsaldri en flest tilvikin virðast vera konur á þrítugs- og fertugsaldri.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum síðan en hún veiktist heiftarlega árið 2014 að sögn lögmanns fjölskyldu hennar en hún hafði farið í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013. Fram hefur komið í fréttum Vísis að þremur málum hafi verið vísað til landlæknis eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að því að tilkynna tvö mál til viðbótar, annað málið var sent til landlæknis í dag en hitt verður sent inn á morgun. Málin eru öll sambærileg og bendir allt til þess að mistök hafi verið gerð í öllum malanna við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fimm mál eru nú á borði Sævars og eru komin í ferli en 25-30 mál til viðbótar hafa verið tilkynnt til hans. Hann segir þau mál í skoðun en óvíst sé að þau séu af sama meiði og þau mál sem hafi verið til umfjöllunar undanfarið og of snemmt sé að segja til um hvort þau tengist þeim málum sem hafi verið til umfjöllunar. „Ég hef ákveðið að taka þessi fimm mál til frekari meðferðar vegna þess að ég tel sterkan grun um að þau séu af sama toga,“ segir Sævar í samtali við Vísi. „Fólk sendir kannski eitthvað sem snýst að krabbameinum sem eru ekki svipuð þeim sem hafa verið til umfjöllunar núna en tilfinningin er sú að þeim gæti fjölgað.“ Flestar kvennanna á þrítugs- og fertugsaldri Umbjóðendur Sævars hyggjast fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélagsins vegna málanna. Sævar segir grun um að mistökin hafi verið gerð í fjölda ára og þar sé um að kenna verkferlum, ekki einstaka starfsmönnum. Í kjölfar þess að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni sem tekin voru á árunum 2017 og 2018. Sævar segir þó fulla ástæðu til þess að fara lengra aftur í tímann. Hann telur fulla ástæðu til þess að skoða sýni allt frá árinu 2013. „Kjarninn í þessu er að þetta eru mál sem gætu náð yfir lengra tímabil. Ég tel að það þurfi að skoða lengra aftur í tímann,“ segir Sævar. Hann segir flestar kvennanna, hverra mál hafa verið send til Sævars, vera á þrítugs og fertugsaldri. „Ég er líka með mál kvenna sem eru eldri, líka á fimmtugsaldri en flest tilvikin virðast vera konur á þrítugs- og fertugsaldri.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46
Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00