Framkvæmdir við nýjan Landspítala á góðu róli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2020 07:00 Maðurinn á myndinni gengur þar sem bílakjallari verður þegar húsið verður tilbúið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56
Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09
Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12