Segir að ekki sé horft til heilsu leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 07:00 Eric Dier í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Charlotte Wilson/ Getty Images Vegna kórónufaraldursins þá fengu fótboltamenn í stærstu liðum Evrópu nær ekkert sumarfrí. Þá var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hluti af leikmannahóp Englands sem mætti Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Dier hefur nú gagnrýnt það mikla leikjaálag sem sett er á stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar – og þar af leiðandi leikmenn þeirra – í upphafi móts. Hann segir að forráðamenn úrvalsdeildarinnar séu ekki með hagsmuni leikmanna að leiðarljósi. BBC greindi frá. Dier er sem stendur með Tottenham í Búlgaríu þar sem liðið mætir Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar. Liðið gæti spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga næstu þrjár vikurnar fari það svo að það fari áfram í Evrópudeildinni sem og enska deildarbikarnum. „Ef þú horfir á leikjaniðuröðunina þá er ljóst að velferð leikmanna er ekki höfð að leiðarljósi,“ sagði Dier en Tottenham á fjóra leiki á næstu átta dögum. Spurs face the possibility of nine matches in 21 days and Eric Dier says he is concerned about the danger to player welfare. Full story: https://t.co/Xe3P33mr9N pic.twitter.com/3KDlwJSaQn— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Þá hjálpar það ekki að leikmannahópur liðsins er þunnskipaður og José Mourinho – þjálfari liðsins – er ekki mikið fyrir að breyta liði sínu milli leikja. Dier er reyndar ekki á sama máli en hann telur að liðið hafi „frábæra breidd og mikil gæði“ í leikmannahópi sínum. Alls gæti Tottenham spilað níu leiki frá 13. september til 3. október. Það telur Dier fásinnu. „Þetta er almenn skynsemi ef þú hugsar út í það. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmennina,“ segir hann að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Vegna kórónufaraldursins þá fengu fótboltamenn í stærstu liðum Evrópu nær ekkert sumarfrí. Þá var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hluti af leikmannahóp Englands sem mætti Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Dier hefur nú gagnrýnt það mikla leikjaálag sem sett er á stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar – og þar af leiðandi leikmenn þeirra – í upphafi móts. Hann segir að forráðamenn úrvalsdeildarinnar séu ekki með hagsmuni leikmanna að leiðarljósi. BBC greindi frá. Dier er sem stendur með Tottenham í Búlgaríu þar sem liðið mætir Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar. Liðið gæti spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga næstu þrjár vikurnar fari það svo að það fari áfram í Evrópudeildinni sem og enska deildarbikarnum. „Ef þú horfir á leikjaniðuröðunina þá er ljóst að velferð leikmanna er ekki höfð að leiðarljósi,“ sagði Dier en Tottenham á fjóra leiki á næstu átta dögum. Spurs face the possibility of nine matches in 21 days and Eric Dier says he is concerned about the danger to player welfare. Full story: https://t.co/Xe3P33mr9N pic.twitter.com/3KDlwJSaQn— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Þá hjálpar það ekki að leikmannahópur liðsins er þunnskipaður og José Mourinho – þjálfari liðsins – er ekki mikið fyrir að breyta liði sínu milli leikja. Dier er reyndar ekki á sama máli en hann telur að liðið hafi „frábæra breidd og mikil gæði“ í leikmannahópi sínum. Alls gæti Tottenham spilað níu leiki frá 13. september til 3. október. Það telur Dier fásinnu. „Þetta er almenn skynsemi ef þú hugsar út í það. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmennina,“ segir hann að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira