Táningurinn sem sökkti Man Utd á leið frá Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 19:30 Roony Bardghji fagnar hér marki sínu gegn Rauðu djöflunum. Vísir/Getty Images Hinn 19 ára gamli Roony Bardghji er á förum frá FC Kaupmannahöfn. Hann á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Danmerkurmeistarana og vill félagið selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt um mitt tímabil. Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira