Fótbolti

Ís­­lendinga­lið Bodø/Glimt og Kaup­manna­höfn á­­fram í Evrópu­­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons kom inn af bekknum og hjálpaði Bodø/Glimt að komast áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar.
Alfons kom inn af bekknum og hjálpaði Bodø/Glimt að komast áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar. Vísir/Nettavisen

Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Bodø/Glimt - sem situr á toppi norsku úrvalsdeildarinnar - vann góðan 3-1 sigur á FK Žalgiris frá Litháen á heimavelli sínum í dag. Alfons Sampsted, fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins, var þó ekki í byrjunarliði norska félagsins eins og undanfarið.

Hann kom af bekknum þegar 17 mínútur voru til leiksloka og var því inn á þegar Fredrik Andre Bjorkan tryggði Bodø/Glimt áfram í næstu umferð með þriðja marki liðsins í dag.

Þá var landsliðsmiðvörðurinn Rangar Sigurðsson fjarri góðu gamni þegar FC Kaupmannahöfn lagði sænska félagið IFK Göteborg á útivelli í dag. Lokatölur þar 2-1 FCK í vil og ljóst að allavega tveir fulltrúar Íslands verða í hattinum er dregið verður í næstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×