Arnar Gunnlaugs: Þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta Andri Már Eggertsson skrifar 17. september 2020 19:30 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með 1-0 tap Víkings gegn FH í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu er liðin mættust í Kaplakrika. Eftir 13. umferðir er Víkingur með 14 stig, eftir sama umferðafjölda á síðasta ári höfðu þeir safnað einu stigi minna. „Það er fáránlegt að við séum með svona fá stig þetta hefur verið stöngin út allt mótið, við eigum meira skilið við erum með flott lið sem spilaði vel í dag á móti góðu liði sem er í mjög góðu formi. Þú þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta, ef fólk vill kíkja á tölur þá er miklir yfirburðir hjá okkur sem gleður mig sem þjálfara,” sagði Arnar Arnar talaði um að það þarf að skerpa á ákveðnum hlutum í liðinu sem er jákvæðara heldur en að þurfa að umbreyta öllu líkt og mörg önnur lið hér á landi þurfa að gera og sýndi leikurinn í dag marga veikleika í íslenskri knattspyrnu. „Þeir eru með öðruvísi leikaðferðir en við þar sem þeir liggja til baka og beita skyndisóknum ef það er ásættanlegt í FH þá er það frábært fyrir þá en við tökum ekki þátt í þeirri vitleysu. Færi FH koma mikið eftir okkar mistök þar sem við missum boltann en það er sárt að tapa.” Arnar brýndi fyrir sínum leikmönum að þeir þurfa að hafa trú á því sem þeir eru að gera inná vellinum. „Ef þú berð okkur saman við miðjuna á móti Val í síðasta leik og miðjuna á móti FH í dag aldurslega séð þá vantar bara reynslu í sinn leik, ég ræddi við Eggert Gunnþór sem átti í miklum vandræðum með 18 ára Kristal á miðjunni hjá okkur,” sagði Arnar og talaði hann um að það verður að gefa ungum strákum tækifæri til þess að þeir fái reynslu. Markið sem skildi liðin af var umdeilt að mati Arnars þar sem honum fannst það ekki átt að standa. „Mér fannst vera brotið á Dóra hægri vængbakverði mínum og þá fer vinstri bakvörður þeirra í nákvæmlega sama svæði og Dóri hefði átt að vera á og skorar, hann lág á vellinum þar sem hann var meiddur og var þá ekki mættur á sinn stað en dómarinn sá þetta ekki,” sagði Arnar og hrósaði Hirti Loga fyrir gott mark. Ingvar Jónsson átti góðan leik í dag en hann hefur fengið sína gagnrýni fyrir spilamennsku sína í marki Víkings þetta árið. „Ingvar var flottur í dag hann hefur fengið ósanngjarna gagnrýni. Það eru leikmenn hjá mér Kári, Ingvar og Sölvi sem eru ekki vanir að spila einsog við erum að gera en þeir elska þessa fræði og eru hugaðir að spila og gera mistök. Ingvar er búinn að vera flottur og verður ennþá betri hann er búinn að verja vel og spila boltanum vel.” Mótið er þétt spilað núna og er Arnar alveg sammála því að liðið þarf á stigi að halda, hann vildi helst fá 1-0 sigur með sprelli marki það myndi gera helling fyrir hans lið. Við erum úr leik í öllum barráttum og verðum við að fá liðið til að gíra sig í restina af mótinu þar sem það yrði gráttlegt að missa móðinn og verða ósýnilegir í endan af tímabilinu. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs staðfesti að Óttar Magnús væri á leið til Feneyja Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október. 17. september 2020 18:15 Leik lokið: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. 17. september 2020 18:35 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með 1-0 tap Víkings gegn FH í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu er liðin mættust í Kaplakrika. Eftir 13. umferðir er Víkingur með 14 stig, eftir sama umferðafjölda á síðasta ári höfðu þeir safnað einu stigi minna. „Það er fáránlegt að við séum með svona fá stig þetta hefur verið stöngin út allt mótið, við eigum meira skilið við erum með flott lið sem spilaði vel í dag á móti góðu liði sem er í mjög góðu formi. Þú þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta, ef fólk vill kíkja á tölur þá er miklir yfirburðir hjá okkur sem gleður mig sem þjálfara,” sagði Arnar Arnar talaði um að það þarf að skerpa á ákveðnum hlutum í liðinu sem er jákvæðara heldur en að þurfa að umbreyta öllu líkt og mörg önnur lið hér á landi þurfa að gera og sýndi leikurinn í dag marga veikleika í íslenskri knattspyrnu. „Þeir eru með öðruvísi leikaðferðir en við þar sem þeir liggja til baka og beita skyndisóknum ef það er ásættanlegt í FH þá er það frábært fyrir þá en við tökum ekki þátt í þeirri vitleysu. Færi FH koma mikið eftir okkar mistök þar sem við missum boltann en það er sárt að tapa.” Arnar brýndi fyrir sínum leikmönum að þeir þurfa að hafa trú á því sem þeir eru að gera inná vellinum. „Ef þú berð okkur saman við miðjuna á móti Val í síðasta leik og miðjuna á móti FH í dag aldurslega séð þá vantar bara reynslu í sinn leik, ég ræddi við Eggert Gunnþór sem átti í miklum vandræðum með 18 ára Kristal á miðjunni hjá okkur,” sagði Arnar og talaði hann um að það verður að gefa ungum strákum tækifæri til þess að þeir fái reynslu. Markið sem skildi liðin af var umdeilt að mati Arnars þar sem honum fannst það ekki átt að standa. „Mér fannst vera brotið á Dóra hægri vængbakverði mínum og þá fer vinstri bakvörður þeirra í nákvæmlega sama svæði og Dóri hefði átt að vera á og skorar, hann lág á vellinum þar sem hann var meiddur og var þá ekki mættur á sinn stað en dómarinn sá þetta ekki,” sagði Arnar og hrósaði Hirti Loga fyrir gott mark. Ingvar Jónsson átti góðan leik í dag en hann hefur fengið sína gagnrýni fyrir spilamennsku sína í marki Víkings þetta árið. „Ingvar var flottur í dag hann hefur fengið ósanngjarna gagnrýni. Það eru leikmenn hjá mér Kári, Ingvar og Sölvi sem eru ekki vanir að spila einsog við erum að gera en þeir elska þessa fræði og eru hugaðir að spila og gera mistök. Ingvar er búinn að vera flottur og verður ennþá betri hann er búinn að verja vel og spila boltanum vel.” Mótið er þétt spilað núna og er Arnar alveg sammála því að liðið þarf á stigi að halda, hann vildi helst fá 1-0 sigur með sprelli marki það myndi gera helling fyrir hans lið. Við erum úr leik í öllum barráttum og verðum við að fá liðið til að gíra sig í restina af mótinu þar sem það yrði gráttlegt að missa móðinn og verða ósýnilegir í endan af tímabilinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs staðfesti að Óttar Magnús væri á leið til Feneyja Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október. 17. september 2020 18:15 Leik lokið: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. 17. september 2020 18:35 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Arnar Gunnlaugs staðfesti að Óttar Magnús væri á leið til Feneyja Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október. 17. september 2020 18:15
Leik lokið: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. 17. september 2020 18:35