Tryggvi Hrafn: Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:45 Tryggvi Hrafn var ekki sáttur með tapið gegn Valsmönnum í kvöld. vísir/bára Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. „Vonbrigði að tapa. Vonbrigði með frammistöðu okkar, að gefa þeim mörk. Við vorum mjög góðir í lok leiks, þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við hefðum átt að fá tækifæri að jafna í lokin þegar við áttum að fá víti,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leik. Tryggvi var ánægður með leikinn framan af en mörkin sem ÍA gaf Val voru óásættanleg. „Við héldum fínu shape-i í dag en við gefum þeim samt tvö mörk og það er erfitt að koma til baka gegn Val þegar maður gefur þeim mörk,“ bætti Tryggvi við. Það ætlaði allt að fara á annan enda á 90. mínútu leiksins þegar boltinn virðist fara í höndina á Rasmus Christiansen og allt skagaliðið gjörsamlega trompaðist þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, ætlaði ekki að dæma vítaspyrnu. „Miðað við það sem ég sé þá er náttúrulega bara brandari að hann hafi ekki flautað. Hann [Rasmus] skutlar sér niður og ver boltann með höndinni. Línuvörðurinn segir í eyrnatækið að þetta sé víti en Guðmundur Ársæll virðist hunsa það. Ég veit ekki hvað Guðmundur er að gera þarna en þetta er bara djók,“ sagði Tryggvi virkilega pirraður. Framtíð Tryggva Hrafns og hvar hún liggur hefur verið mikið í umræðunni á flestum miðlum undanfarið. Aðspurður um framhaldið sagði Tryggvi: „Ég mun klára tímabilið með ÍA. Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það.“ ÍA leikur næst við Gróttu á Sunnudag. Tryggvi hefur ekki áhyggjur að erfitt verði að gíra sig upp í þann leik eftir tapið í dag. „Við verðum bara að nýta það hvernig við enduðum leikin hérna í dag og taka það með okkur inn í næsta leik um helgina,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Tryggvi Hrafn var svekktur með 2-4 tap gegn Val á Akranesi fyrr í dag í há dramatískum fótboltaleik. „Vonbrigði að tapa. Vonbrigði með frammistöðu okkar, að gefa þeim mörk. Við vorum mjög góðir í lok leiks, þeir sem komu inn á stóðu sig vel. Við hefðum átt að fá tækifæri að jafna í lokin þegar við áttum að fá víti,“ sagði Tryggvi í viðtali eftir leik. Tryggvi var ánægður með leikinn framan af en mörkin sem ÍA gaf Val voru óásættanleg. „Við héldum fínu shape-i í dag en við gefum þeim samt tvö mörk og það er erfitt að koma til baka gegn Val þegar maður gefur þeim mörk,“ bætti Tryggvi við. Það ætlaði allt að fara á annan enda á 90. mínútu leiksins þegar boltinn virðist fara í höndina á Rasmus Christiansen og allt skagaliðið gjörsamlega trompaðist þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, ætlaði ekki að dæma vítaspyrnu. „Miðað við það sem ég sé þá er náttúrulega bara brandari að hann hafi ekki flautað. Hann [Rasmus] skutlar sér niður og ver boltann með höndinni. Línuvörðurinn segir í eyrnatækið að þetta sé víti en Guðmundur Ársæll virðist hunsa það. Ég veit ekki hvað Guðmundur er að gera þarna en þetta er bara djók,“ sagði Tryggvi virkilega pirraður. Framtíð Tryggva Hrafns og hvar hún liggur hefur verið mikið í umræðunni á flestum miðlum undanfarið. Aðspurður um framhaldið sagði Tryggvi: „Ég mun klára tímabilið með ÍA. Ég mun renna út af samning og svo ætla ég að sjá hvað kemur upp eftir það.“ ÍA leikur næst við Gróttu á Sunnudag. Tryggvi hefur ekki áhyggjur að erfitt verði að gíra sig upp í þann leik eftir tapið í dag. „Við verðum bara að nýta það hvernig við enduðum leikin hérna í dag og taka það með okkur inn í næsta leik um helgina,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25 Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Valur 2-4 | Valur hefndi fyrir tapið á Hlíðarenda Topplið Vals lagði ÍA á Akranesi í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld, lokatölur 2-4. 17. september 2020 18:25
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti