Sauðfjárbóndi segir íslenskan landbúnað á hraðri niðurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2020 13:08 Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira