Sauðfjárbóndi segir íslenskan landbúnað á hraðri niðurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2020 13:08 Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira