Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 06:43 Farið var í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði Fossvogsskóla vegna myglu- og rakaskemmda. Vísir/Egill Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. Móðir stúlku í skólanum segir dóttur sína enn finna fyrir einkennum myglu, þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir við húsnæðið sem lauk í sumar. Framkvæmdirnar áttu að tryggja heilnæm loftgæði. Fjallað er um málið á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Fyrst var farið í framkvæmdir á skólanum í fyrra og var þá meðal annars gert við þak á Vesturlandi, einni byggingu skólans, sem var illa farið vegna raka og myglu. Í vor stigu foreldrar barna fram og lýstu því að börn þeirra fyndu enn fyrir einkennum myglu. Aftur var farið í framkvæmdir í sumar og er nú beðið eftir lokaúttektarskýrslu verkfræðistofunnar Verkís vegna þeirra framkvæmda. „Í Kópavogi var Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda. Ég tel að það þurfi að gera hið sama í tilfelli Fossvogsskóla,“ segir Valgerður í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að fá að vita hvernig mygla fannst. Það sé það sem skipti máli. „Ef þau sýni sem voru tekin voru ekki send til greiningar til Náttúrufræðistofnunar Íslands, líkt og gert var fyrst þegar myglan fannst, þá finnst mér það verulega ámælisvert.“ Þá bendir Valgerður á að tveimur dögum eftir að skólastarf hófs í haust hafi fundist mygla inni á salerni þrátt fyrir allar endurbæturnar. Í Fréttablaðinu er einnig rætt við Jónínu Sigurðardóttur en dóttir hennar er nemandi við Fossvogsskóla. Að sögn Jónínu fann dóttir hennar fyrir miklum einkennum myglu nú í haust. „Ég hef miklar áhyggjur af heilsu hennar til framtíðar,“ segir Jónína. Þá hafi gengið illa að fá svör frá skólanum; enginn vilji svara því hvað var gert eða neitt í þá veru.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira