Ætla að senda geimfara til suðurpóls tunglsins árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 08:03 Ferðinni er heitið til tunglsins árið 2024. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira