Þorgerður Katrín sækist ein eftir áframhaldandi formennsku í Viðreisn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2020 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hyggst leiða Viðreisn áfram. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sækist ein eftir því að gegna formennsku í flokknum en framboðsfrestur rann út í dag fyrir landsþing flokksins sem fram fer á föstudaginn. Tíu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins. Þegar framboðsfrestur til stjórnar Viðreisnar og annarra embætta innan flokksins, utan varaformanns, rann út í hádeginu í dag höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna Viðreisnar um framboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn landsþings Viðreisnar. Samkvæmt samþykktum flokksins skulu formaður og varaformaður flokksins ekki vera af sama kyni og skulu meðstjórnendur ekki vera fleiri en þrír af sama kyni og varamenn, sem eru tveir samkvæmt samþykktum flokksins, skulu ekki vera af sama kyni. Þá skulu meðstjórnendur ekki vera alþingismenn. Einn lýst yfir áhuga fyrir embætti varaformanns Kosið verður milli framboða á landsþingi Viðreisnar þann 25. september, sem verður rafrænt með beinni útsendingu frá Hörpu. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á heimasíðu Viðreisnar klukkan 08.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til klukkan 16.30 að því er fram kemur í tilkynningunni. „Hægt verður að bjóða sig fram til varaformanns um leið og kjöri formanns hefur verið lýst og er frestur til framboðs í klukkutíma. Hefst þá kosning til varaformanns á sama kosningavefnum,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Þorsteinn Víglundsson var kjörinn varaformaður flokksins 2018 en hann sagði af sér þingmennsku í vor. Enn sem komið er hefur Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, einn lýst því yfir að hann hyggist sækjast eftir varaformennsku í flokknum. Hér að neðan má sjá þau framboð sem borist hafa til embætta Viðreisnar sem kosið verður til á föstudaginn. Til formanns Viðreisnar: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Til stjórnar: Andrés Pétursson Axel SigurðssonBenedikt Jóhannesson Elín Anna GísladóttirJasmina Vajzovic CrnacKarl Pétur JónssonKonrad H Olavsson Sigrún JónsdóttirSonja JónsdóttirÞórdís Lóa Þórhallsdóttir Til formennsku í atvinnumálanefnd: Jarþrúður ÁsmundsdóttirThomas Möller Til formennsku í efnahagsnefnd: Gunnar Karl Guðmundsson Til formennsku í heilbrigðis- og velferðarnefnd: Ólafur Guðbjörn Skúlason Til formennsku í innanríkisnefnd: Geir Finnsson Til formennsku í jafnréttisnefnd: Oddný Arnarsdóttir Til formennsku í mennta- og menningarnefnd: Hildur Betty Kristjánsdóttir Til formennsku í umhverfis- og auðlindanefnd: Jón Þorvaldsson Til formennsku í utanríkisnefnd: Benedikt Kristjánsson
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira