Forsendur vindhanans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 12:30 Í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins frá í gær 24. september lýsa samtökin því yfir að þau telji forsendur núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, svokallaðs Lífskjarasamnings, hafa brostið. Eru þrjár meginástæður taldar upp og sagðar hafa orsakað „forsendubrest“. Engin af þeim atriðum eru forsendubrestur í skilningi Lífskjarasamningsins. Í Lífskjarasamningnum er að finna tæmandi lista yfir þau atriði sem teljast til forsendna samningsins. Þau atriði eru kaupmáttaraukning, vaxtalækkun og efndir á tilteknum loforðum stjórnvalda. Allar ofangreindar þrjár forsendur Lífskjarasamningsins hafa staðist. Sá „forsendubrestur“ sem SA ræða um í yfirlýsingu sinni er þeim óviðkomandi og veitir ekki heimild til uppsagnar samningsins. Í tilraun til að klóra yfir þennan sannleika málsins hengja SA sig, í smáu letri aftast í yfirlýsingu sinni, í það tækniatriði að „tiltekin tímasett vilyrði“ úr loforðapakka stjórnvalda hafi ekki verið efnd. Er þar átt við loforð um takmörkun á 40 ára verðtryggðum húsnæðislánum. Um er að ræða atriði sem stjórnvöld lofuðu að beiðni verkalýðshreyfingarinnar, ekki atvinnurekenda, og þar af leiðir að meintur forsendubrestur varðandi það er verkalýðshreyfingarinnar að skera úr um, ekki atvinnurekenda. Enn fremur liggur fyrir að frumvarp er í smíðum sem fullnægja mun umræddu loforði líkt og forseti ASÍ lýsti í fréttum í gærkvöldi. Raunverulegar ástæður þess að Samtök atvinnulífsins sækjast nú eftir að snúa sig út úr gildandi kjarasamningi koma eiginlegum, umsömdum forsendum samningsins ekkert við. Samtök atvinnulífsins stíga þannig fram til uppsagnar á gerðum kjarasamningum með klækjabrögð, óheilindi og tækifærismennsku að vopni. Ég lýsi miklum efasemdum um að uppsögn kjarasamninga á þeim fölsku forsendum sem málflutningur SA byggir á fái staðist. Ég tel rétt að skoða að slíkri uppsögn, komi til hennar, verði vísað til Félagsdóms þar sem skorið verði úr um lögmæti hennar. Villandi málflutningur um launakostnað Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með dyggum stuðningi flokksbróður síns í fjármálaráðuneytinu, fer auk þess með villandi málflutning um tengslin milli kjarasamninga og launakostnaðar. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skuldbinda atvinnurekendur aðeins til að greiða lágmarkslaun eftir launatöflum. Þar eru jafnvel hæstu launataxtar langt undir meðtali raunverulega greiddra launa á vinnumarkaði. Hæstu lágmarkslaun sem fyrirfinnast í virkum launaflokki í aðalkjarasamningi Eflingar og SA eru nú 341.680 kr. en það eru mánaðarlaun í dagvinnu fyrir hópbifreiðastjóra með 5 ára starfsaldur. Meirihluti launafólks á almennum vinnumarkaði, og um helmingur Eflingarfélaga, tekur kjör sín hins vegar ekki eftir strípuðum launatöflum kjarasamnings heldur eftir ráðningarsamningum þar sem samið er um laun umfram launatöflur. Kjarasamningar skilgreina ekki lágmarksupphæðir á slíkum „yfirborgunum,“ það gera einstaklingsbundnir ráðningarsamningar. Við blasir að fyrirtæki í ferðaþjónustunni biðla nú til starfsfólks um endurskoðun launa umfram lágmarkslaun, í von um að lækka þannig launakostnað. Ekkert stéttarfélag fagnar því að launafólk verði þannig hugsanlega fyrir launalækkun, og er hún sannarlega ekki í anda samningsmarkmiða, en lækkun á yfirborgunum er ekki kjarasamningsbrot séu ákvæði um fyrirvara og önnur réttindi að fullu virt. Það er því fyrirsláttur hjá Samtökum atvinnulífsins að halda því fram að nauðsynlegt sé að segja upp almennum kjarasamningum til þess að lækka launakostnað. Eini launakostnaðurinn sem aðeins getur lækkað með uppsögn Lífskjarasamningsins er kostnaðurinn við laun þeirra sem starfa á töxtum, laun hinna lægst launuðu. Með hótunum sínum um uppsögn kjarasamninga eru Samtök atvinnulífsins því að hóta sérstakri atlögu gegn lægst launaða fólkinu á íslenskum vinnumarkaði, þeim sem geta ekki lifað af launum sínum samkvæmt opinberum framfærsluviðmiðum. Kreppu eins troðið upp á alla Hækkanir Lífskjarasamnings sem eiga að koma til áhrifa um næstu áramót eru 24.000 krónur ofan á taxtalaun. Fyrir launataxta bifreiðastjórans sem nefndur var hér fyrir ofan nemur hækkunin um 7%. Þau fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem í dag eiga í alvarlegum rekstrarvanda hafa þegar sagt upp flestu starfsfólki sínu og þau sem eru í rekstri njóta ríflegrar aðstoðar úr ríkissjóði sem sérstaklega er ætluð til að mæta launakostnaði. Það er því ævintýralega fráleitt að halda því fram að rekstrarstaða íslenskra fyrirtækja í öllum þeim geirum sem Lífskjarasamningurinn nær yfir – fiskvinnsla, iðnaður, ræstingar, byggingariðnaður, vöruflutningar, smásala – standi og falli þeim þessari hækkun. Í enn eitt skiptið kemur í ljós hvernig yfirtaka stórfyrirtækja úr ferðaþjónustunni hefur lamað SA og gert þau vanhæf til að koma fram fyrir hönd íslensks atvinnulífs, eins og raddir innan úr geirum öðrum en ferðaþjónustunni eru loksins farnar að þora að segja upphátt. Ég mótmæli því að látið sé sem launakostnaður fyrirtækja sé skilgreindur af kjörum hinna lægst launuðu og ég fordæmi að Samtök atvinnulífsins ætli sér að velta enn frekari byrðum af yfirstandandi kreppu í ferðaþjónustunni yfir á láglaunafólk í öðrum geirum þar sem engin kreppa er. Samtökum atvinnulífsins væri nær að hvetja til skynsamlegrar endurúthlutunar tekna og eigna hjá þeim ríkustu 10% landsmanna sem í dag eiga 56% hreinna eigna þjóðarinnar. Jafnvel gætu þau beitt sér fyrir því að milljarðarnir sem faldir eru á aflandseyjum renni til íslensks samfélags, en framkvæmdastjóri SA er afar hnugginn yfir því að milljarðar séu „horfnir úr hagkerfinu“ sökum kórónaveirukreppunar. Vindhanar án viðskiptavits Núgildandi kjarasamningur var að ósk atvinnurekenda gerður til óvenju langs tíma, eða til þriggja ára og átta mánaða. Efling og hin verkalýðsfélögin sem gerðu samninginn voru treg í taumi að fallast á svo langan samningstíma, meðal annars í ljósi reynslunnar af sveiflum í efnahagskerfinu, en krafa atvinnurekenda var ófrávíkjanleg og ekki kom til greina að ræða styttri samningstíma. Hjákátlegt er að fylgjast með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins fara nú á harða hlaupum undan því sem hann sjálfur óskaði heitast í viðræðum við gerð Lífskjarasamningsins. Að sama skapi er sérkennilegt að sjá nú framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ólman í að segja upp samningi sem hann hefur sjálfur umgengist líkt og nokkurs skonar trúarbrögð. Framkvæmdastjórinn froðufelldi í greinarskrifum, lét panta sérstakar keyptar umfjallanir á síðum Fréttablaðsins, borgaði dýrar sjónvarpsauglýsingar og settist sjálfur gegn mér í Kastljóssviðtali í stað Dags B. Eggertssonar borgarstjóra til að kveða niður baráttu láglaunakvenna í Eflingu hjá Reykjavíkurborg en ásökun framkvæmdastjórans á hendur þeim var að þær fylgdu ekki bókstaf Lífskjarasamningsins. Þar gilti einu þótt kröfur láglaunakvenna væru í fullu samræmi við hugmyndafræði Lífskjarasamningsin um krónutöluhækkanir lægstu launa. Nú þegar hóflegar launahækkanir sem skila láglaunafólki mestum ábata henta ekki lengur húsbændum framkvæmdastjórans í stórfyrirtækjum ferðaþjónustunnar hefur hann skyndilega gengið af trúnni. Einnig var að ósk atvinnurekenda sett inn í samninginn, í stað tryggðra launahækkana, svokallaður hagvaxtarauki sem gerir vissar hækkanir í samningum háðar efnahagsástandi. Þannig hlífir samningurinn nú þegar atvinnurekendum við launahækkunum umfram það sem þeir telja „innistæðu“ fyrir. Nú þegar efnahagsástandið er ekki það sem framkvæmdastjóri SA bjóst við í apríl 2019 dugar honum þó ekki að nýta þessar varnir heldur krefst hann þess, eins og sannur vindhani, að samningum verði í heild sinni hent fyrir róða. Ljóst er að ekki er hægt að krefja framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um orðheldni og heiðarleika, en jarðbundnari dyggðir á borð við viðskiptanef virðast ekki fyrirfinnst hjá honum heldur. Kannski er ekki við öðru að búast af lærlingi Boga Nils Bogasonar, forstjórans sem á heiðurinn af milljarðatapi Icelandair á framvirkum eldsneytissamningum. Svo virðist sem ómenntað láglaunafólk sé sleipara í samningagerð en lukkuprinsana úr SA-Icelandair klíkunni grunaði, en í sönnum anda drambsemi og tækifærismennsku leggja þeir nú allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að láglaunafólk njóti nokkurs ávaxtar af því. Ég hef áður sagt að launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar. Framkvæmdastjóra SA er augljóslega ekki gefin forsjálni, en ég vil þó hvetja hann eindregið til að rýna eftir megni í þá atburði sem kunna að hljótast af því ætli hann sér nú að stela af borðum láglaunafólks þeim krónum sem þeim voru lofaðar og bundnar í samning eftir baráttu og verkfallsaðgerðir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar - stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins frá í gær 24. september lýsa samtökin því yfir að þau telji forsendur núgildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, svokallaðs Lífskjarasamnings, hafa brostið. Eru þrjár meginástæður taldar upp og sagðar hafa orsakað „forsendubrest“. Engin af þeim atriðum eru forsendubrestur í skilningi Lífskjarasamningsins. Í Lífskjarasamningnum er að finna tæmandi lista yfir þau atriði sem teljast til forsendna samningsins. Þau atriði eru kaupmáttaraukning, vaxtalækkun og efndir á tilteknum loforðum stjórnvalda. Allar ofangreindar þrjár forsendur Lífskjarasamningsins hafa staðist. Sá „forsendubrestur“ sem SA ræða um í yfirlýsingu sinni er þeim óviðkomandi og veitir ekki heimild til uppsagnar samningsins. Í tilraun til að klóra yfir þennan sannleika málsins hengja SA sig, í smáu letri aftast í yfirlýsingu sinni, í það tækniatriði að „tiltekin tímasett vilyrði“ úr loforðapakka stjórnvalda hafi ekki verið efnd. Er þar átt við loforð um takmörkun á 40 ára verðtryggðum húsnæðislánum. Um er að ræða atriði sem stjórnvöld lofuðu að beiðni verkalýðshreyfingarinnar, ekki atvinnurekenda, og þar af leiðir að meintur forsendubrestur varðandi það er verkalýðshreyfingarinnar að skera úr um, ekki atvinnurekenda. Enn fremur liggur fyrir að frumvarp er í smíðum sem fullnægja mun umræddu loforði líkt og forseti ASÍ lýsti í fréttum í gærkvöldi. Raunverulegar ástæður þess að Samtök atvinnulífsins sækjast nú eftir að snúa sig út úr gildandi kjarasamningi koma eiginlegum, umsömdum forsendum samningsins ekkert við. Samtök atvinnulífsins stíga þannig fram til uppsagnar á gerðum kjarasamningum með klækjabrögð, óheilindi og tækifærismennsku að vopni. Ég lýsi miklum efasemdum um að uppsögn kjarasamninga á þeim fölsku forsendum sem málflutningur SA byggir á fái staðist. Ég tel rétt að skoða að slíkri uppsögn, komi til hennar, verði vísað til Félagsdóms þar sem skorið verði úr um lögmæti hennar. Villandi málflutningur um launakostnað Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, með dyggum stuðningi flokksbróður síns í fjármálaráðuneytinu, fer auk þess með villandi málflutning um tengslin milli kjarasamninga og launakostnaðar. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skuldbinda atvinnurekendur aðeins til að greiða lágmarkslaun eftir launatöflum. Þar eru jafnvel hæstu launataxtar langt undir meðtali raunverulega greiddra launa á vinnumarkaði. Hæstu lágmarkslaun sem fyrirfinnast í virkum launaflokki í aðalkjarasamningi Eflingar og SA eru nú 341.680 kr. en það eru mánaðarlaun í dagvinnu fyrir hópbifreiðastjóra með 5 ára starfsaldur. Meirihluti launafólks á almennum vinnumarkaði, og um helmingur Eflingarfélaga, tekur kjör sín hins vegar ekki eftir strípuðum launatöflum kjarasamnings heldur eftir ráðningarsamningum þar sem samið er um laun umfram launatöflur. Kjarasamningar skilgreina ekki lágmarksupphæðir á slíkum „yfirborgunum,“ það gera einstaklingsbundnir ráðningarsamningar. Við blasir að fyrirtæki í ferðaþjónustunni biðla nú til starfsfólks um endurskoðun launa umfram lágmarkslaun, í von um að lækka þannig launakostnað. Ekkert stéttarfélag fagnar því að launafólk verði þannig hugsanlega fyrir launalækkun, og er hún sannarlega ekki í anda samningsmarkmiða, en lækkun á yfirborgunum er ekki kjarasamningsbrot séu ákvæði um fyrirvara og önnur réttindi að fullu virt. Það er því fyrirsláttur hjá Samtökum atvinnulífsins að halda því fram að nauðsynlegt sé að segja upp almennum kjarasamningum til þess að lækka launakostnað. Eini launakostnaðurinn sem aðeins getur lækkað með uppsögn Lífskjarasamningsins er kostnaðurinn við laun þeirra sem starfa á töxtum, laun hinna lægst launuðu. Með hótunum sínum um uppsögn kjarasamninga eru Samtök atvinnulífsins því að hóta sérstakri atlögu gegn lægst launaða fólkinu á íslenskum vinnumarkaði, þeim sem geta ekki lifað af launum sínum samkvæmt opinberum framfærsluviðmiðum. Kreppu eins troðið upp á alla Hækkanir Lífskjarasamnings sem eiga að koma til áhrifa um næstu áramót eru 24.000 krónur ofan á taxtalaun. Fyrir launataxta bifreiðastjórans sem nefndur var hér fyrir ofan nemur hækkunin um 7%. Þau fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem í dag eiga í alvarlegum rekstrarvanda hafa þegar sagt upp flestu starfsfólki sínu og þau sem eru í rekstri njóta ríflegrar aðstoðar úr ríkissjóði sem sérstaklega er ætluð til að mæta launakostnaði. Það er því ævintýralega fráleitt að halda því fram að rekstrarstaða íslenskra fyrirtækja í öllum þeim geirum sem Lífskjarasamningurinn nær yfir – fiskvinnsla, iðnaður, ræstingar, byggingariðnaður, vöruflutningar, smásala – standi og falli þeim þessari hækkun. Í enn eitt skiptið kemur í ljós hvernig yfirtaka stórfyrirtækja úr ferðaþjónustunni hefur lamað SA og gert þau vanhæf til að koma fram fyrir hönd íslensks atvinnulífs, eins og raddir innan úr geirum öðrum en ferðaþjónustunni eru loksins farnar að þora að segja upphátt. Ég mótmæli því að látið sé sem launakostnaður fyrirtækja sé skilgreindur af kjörum hinna lægst launuðu og ég fordæmi að Samtök atvinnulífsins ætli sér að velta enn frekari byrðum af yfirstandandi kreppu í ferðaþjónustunni yfir á láglaunafólk í öðrum geirum þar sem engin kreppa er. Samtökum atvinnulífsins væri nær að hvetja til skynsamlegrar endurúthlutunar tekna og eigna hjá þeim ríkustu 10% landsmanna sem í dag eiga 56% hreinna eigna þjóðarinnar. Jafnvel gætu þau beitt sér fyrir því að milljarðarnir sem faldir eru á aflandseyjum renni til íslensks samfélags, en framkvæmdastjóri SA er afar hnugginn yfir því að milljarðar séu „horfnir úr hagkerfinu“ sökum kórónaveirukreppunar. Vindhanar án viðskiptavits Núgildandi kjarasamningur var að ósk atvinnurekenda gerður til óvenju langs tíma, eða til þriggja ára og átta mánaða. Efling og hin verkalýðsfélögin sem gerðu samninginn voru treg í taumi að fallast á svo langan samningstíma, meðal annars í ljósi reynslunnar af sveiflum í efnahagskerfinu, en krafa atvinnurekenda var ófrávíkjanleg og ekki kom til greina að ræða styttri samningstíma. Hjákátlegt er að fylgjast með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins fara nú á harða hlaupum undan því sem hann sjálfur óskaði heitast í viðræðum við gerð Lífskjarasamningsins. Að sama skapi er sérkennilegt að sjá nú framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ólman í að segja upp samningi sem hann hefur sjálfur umgengist líkt og nokkurs skonar trúarbrögð. Framkvæmdastjórinn froðufelldi í greinarskrifum, lét panta sérstakar keyptar umfjallanir á síðum Fréttablaðsins, borgaði dýrar sjónvarpsauglýsingar og settist sjálfur gegn mér í Kastljóssviðtali í stað Dags B. Eggertssonar borgarstjóra til að kveða niður baráttu láglaunakvenna í Eflingu hjá Reykjavíkurborg en ásökun framkvæmdastjórans á hendur þeim var að þær fylgdu ekki bókstaf Lífskjarasamningsins. Þar gilti einu þótt kröfur láglaunakvenna væru í fullu samræmi við hugmyndafræði Lífskjarasamningsin um krónutöluhækkanir lægstu launa. Nú þegar hóflegar launahækkanir sem skila láglaunafólki mestum ábata henta ekki lengur húsbændum framkvæmdastjórans í stórfyrirtækjum ferðaþjónustunnar hefur hann skyndilega gengið af trúnni. Einnig var að ósk atvinnurekenda sett inn í samninginn, í stað tryggðra launahækkana, svokallaður hagvaxtarauki sem gerir vissar hækkanir í samningum háðar efnahagsástandi. Þannig hlífir samningurinn nú þegar atvinnurekendum við launahækkunum umfram það sem þeir telja „innistæðu“ fyrir. Nú þegar efnahagsástandið er ekki það sem framkvæmdastjóri SA bjóst við í apríl 2019 dugar honum þó ekki að nýta þessar varnir heldur krefst hann þess, eins og sannur vindhani, að samningum verði í heild sinni hent fyrir róða. Ljóst er að ekki er hægt að krefja framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um orðheldni og heiðarleika, en jarðbundnari dyggðir á borð við viðskiptanef virðast ekki fyrirfinnst hjá honum heldur. Kannski er ekki við öðru að búast af lærlingi Boga Nils Bogasonar, forstjórans sem á heiðurinn af milljarðatapi Icelandair á framvirkum eldsneytissamningum. Svo virðist sem ómenntað láglaunafólk sé sleipara í samningagerð en lukkuprinsana úr SA-Icelandair klíkunni grunaði, en í sönnum anda drambsemi og tækifærismennsku leggja þeir nú allt í sölurnar til að koma í veg fyrir að láglaunafólk njóti nokkurs ávaxtar af því. Ég hef áður sagt að launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar. Framkvæmdastjóra SA er augljóslega ekki gefin forsjálni, en ég vil þó hvetja hann eindregið til að rýna eftir megni í þá atburði sem kunna að hljótast af því ætli hann sér nú að stela af borðum láglaunafólks þeim krónum sem þeim voru lofaðar og bundnar í samning eftir baráttu og verkfallsaðgerðir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar - stéttarfélags
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar