Þetta stendur í Samgöngusáttmálanum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. september 2020 15:31 Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum íbúðum ef ekki flestum fylgja engin bílastæði. Byggt verður á sumum almenningsbílastæðum sem fyrir eru. Vissulega er margt sem er tímabært að gera fyrir Breiðholtið en ganga þarf varlega í að þétta byggð til að ekki verði gengið á græn svæði eða þrengt svo mikið að íbúum að þeir geta ekki fengið til sín gest sem kemur akandi. Ég hef spurt hvort ekki væri nær að auka atvinnuhúsnæði í Breiðholti til að jafna hlutfall íbúa og atvinnutækifæra. Sem dæmi mætti færa fyrirtæki og jafnvel einhverja skóla upp í Breiðholt. Slík uppbygging gæti létt á helstu umferðarteppum borgarinnar. Breiðhyltingar verða að fylgjast vel með hvað skipulagsyfirvöld eru að fara að gera. Þau státa sig á af því að vera græn og umhverfisvæn en engu að síður ætla þau að eyðileggja útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Í hverfisskipulaginu er kynnt hugmynd að Vetrargarði sem byggja á í kringum skíðalyftuna í Jafnaseli. Þar nokkrum metrum ofar er fyrirhugað að leggja breiðan veg sem mun kljúfa Vatnsendahvarf (fyrirhugaðan Arnarnesveg). Vatnsendahvarfið er útivistarsvæði á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Þangað leggja fjölmargir leið sína á hverjum degi. Ekki er þörf á að setja þennan veg þarna. Hægt er að fara aðra leið til að greiða fyrir akstri úr Kópavogi yfir á Breiðholtsbraut. Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á áhugaverðar og góðar lausnir, en á þá er ekki hlustað. Viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við fyrirspurnum og tillögum Flokks fólksins við öðrum útfærslum eru: ,,Þetta stendur í samgöngusáttmálanum". Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Umbyltingar í Breiðholti eru ekki í þágu allra. Ég hef búið í Breiðholti í 20 ár og starfað þar í 10 ár. Nú liggja fyrir hugmyndir að endurnýjuðu hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Samkvæmt hugmyndunum má byggja 3000 nýjar íbúðir, mest blokkir og einnig verður veitt leyfi til að byggja ofan á sumar blokkir. Með mörgum nýjum íbúðum ef ekki flestum fylgja engin bílastæði. Byggt verður á sumum almenningsbílastæðum sem fyrir eru. Vissulega er margt sem er tímabært að gera fyrir Breiðholtið en ganga þarf varlega í að þétta byggð til að ekki verði gengið á græn svæði eða þrengt svo mikið að íbúum að þeir geta ekki fengið til sín gest sem kemur akandi. Ég hef spurt hvort ekki væri nær að auka atvinnuhúsnæði í Breiðholti til að jafna hlutfall íbúa og atvinnutækifæra. Sem dæmi mætti færa fyrirtæki og jafnvel einhverja skóla upp í Breiðholt. Slík uppbygging gæti létt á helstu umferðarteppum borgarinnar. Breiðhyltingar verða að fylgjast vel með hvað skipulagsyfirvöld eru að fara að gera. Þau státa sig á af því að vera græn og umhverfisvæn en engu að síður ætla þau að eyðileggja útivistarsvæðið í Vatnsendahvarfi. Í hverfisskipulaginu er kynnt hugmynd að Vetrargarði sem byggja á í kringum skíðalyftuna í Jafnaseli. Þar nokkrum metrum ofar er fyrirhugað að leggja breiðan veg sem mun kljúfa Vatnsendahvarf (fyrirhugaðan Arnarnesveg). Vatnsendahvarfið er útivistarsvæði á einum besta útsýnisstað borgarinnar. Þangað leggja fjölmargir leið sína á hverjum degi. Ekki er þörf á að setja þennan veg þarna. Hægt er að fara aðra leið til að greiða fyrir akstri úr Kópavogi yfir á Breiðholtsbraut. Vinir Vatnsendahvarfs hafa bent á áhugaverðar og góðar lausnir, en á þá er ekki hlustað. Viðbrögð skipulags- og samgönguráðs við fyrirspurnum og tillögum Flokks fólksins við öðrum útfærslum eru: ,,Þetta stendur í samgöngusáttmálanum". Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun