Segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgjuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 17:36 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ósanngjarnt að kenna frönsku ferðamönnunum um þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það ekki rétt að tveir franskir ferðamenn, sem greindust með veiruna hér á landi um miðjan ágúst, beri ábyrgð á þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir landið. Fjöldi erlendra fréttastofa tóku upp frétt sem greindi frá því að til frönsku ferðamannanna tveggja mætti rekja meira en hundrað smit hér á Íslandi. Breskir og danskir miðlar hafa fjallað um málið og gjarnan vísað í frétt Vísis með viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, upplýsingastjóra almannavarna, við fyrirspurn Vísis sem greint var frá á þriðjudaginn var sagði að ferðamennirnir tveir hafi verið í húsnæði á eigin vegum á meðan á stuttri dvöl þeirra hér á landi stóð. Þegar fólkið hafi greinst með veiruna hafi málið verið unnið í samvinnu við það. Ferðamennirnir hafi vegna vankunnáttu ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta eftir komuna til landsins. Málið hafi verið „leyst með þeim“ þar til þeir fóru úr landi. Fólkið hafi hins vegar ekki brotið einangrun og ekki þótti ástæða til að beita sektum vegna þeirra afskipta sem lögregla hafði af því. Mais "l'hypothèse selon laquelle les touristes français auraient violé la quarantaine ne repose sur aucune preuve", souligne Kari Stefansson, le PDG de DeCODE Genetics, qui prête main forte aux autorités islandaises dans les tests de dépistage #AFP— Agence France-Presse (@afpfr) September 25, 2020 Kári Stefánsson, sagði í viðtali við frönsku fréttaveituna AFP í dag, að honum þyki ósanngjarnt að skella skuldinni á Frakkana tvo. „Sú kenning að þeir hafi rofið einangrun er ekki studd neinum gögnum,“ segir Kári í samtali við AFP. Þá segir hann hugsanlegt og jafnvel líklegra að aðrir sem voru um borð í sömu flugvél hafi verið sýktir en að veiran hjá þeim hafi ekki greinst við landamæraskimun. Fram kom í viðtali við Kára þann 17. september að fjórða afbrigði kórónuveirunnar hefði fundist í frönskum ferðamönnum. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ sagði Kári. Hann segir þó ósanngjarnt að skella skuldinni á ferðamennina frönsku. „Og ég mun ekki taka þátt í slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40
Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. 21. september 2020 18:31