Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 13:08 Lögreglumennirnir sem handtóku þrjá ferðamenn sem brutu sóttkví þurftu að búa sig vel. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að grafalvarlegt mál sé að brjóta sóttkví og að það geti stefnt lífi fólks og öryggi í hættu. Ferðamennirnir, tveir karlar og ein kona, voru nýkomnir til landsins og bar að vera í sóttkví þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim á veitingahúsi skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að máli fólksins hafi verið lokið með sektargreiðslu. Fólkið er á leið frá landinu í dag. Grunur kviknaði fyrst um að tveir ferðamannana væru ólíklegir til að halda sóttkví þegar þeir komu til landsins á fimmtudag. Ásgeir segir að ábendingu um það hafi verið fylgt eftir með heimsókn á dvalarstað þeirra þar sem þeir voru minntir á reglurnar um hvað það þýddi að vera í sóttkví. Enginn var á dvalarstað ferðamannanna þegar það var kannað um kvöldmatarleytið í gær. Ásgeir segir að þeir hafi svo fundist með þriðja ferðalangnum við eftirlit með veitingastöðum í miðborginni. „Þetta er búið að vera verkefni sem er búið að standa frá því á fimmtudaginn. Það þótti strax ljóst við komuna að þessir tveir væru ólíklegir til að halda sóttkví,“ segir Ásgeir sem vill ekki skýra nánar í hverju sá grunur fólst. „Við greiningu þegar fólk kemur til landsins er hægt að lesa ýmislegt út úr fasinu og hvað fólk segir,“ segir hann. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Stórt og tímafrekt verkefni fyrir lögregluna Ekki er þó lokið máli annars erlends ferðamanns sem einnig var nýkominn til landsins og var handtekinn þegar hann reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi að verða átta í gærkvöldi. Hann var einnig handtekinn enda bar honum að vera í sóttkví. Ásgeir telur líklegt að því máli verði einnig lokið með sektargreiðslu. Í Facebook-færslu lögreglunnar er bent á að hún þurfi að hafa mikinn viðbúnað þegar afskipti eru höfð af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi lögreglumanna. Færslunni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum í hlífðarklæðnaði og grímum sem fóru á vettvang þegar ferðamennirnir þrír voru handteknir. „Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví - því með þannig óábyrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sóttkví, það er dauðans alvara!“ segir í færslu lögreglunnar. Ásgeir segir að þegar verkefni eins og þau í gærkvöldi berist þurfi lögreglan að taka tvær áhafnir úr umferð og klæða þær frá hvirfli til ylja í búning. „Þannig að þetta er gífurlega stórt og tímafrekt verkefni þegar við fáum svona,“ segir hann. Hann útilokar að fólkið hafi brotið sóttkví vegna tungumálamisskilnings. „Hvað sem fólk segir þá er þetta bara ásetningur. Fólki er algerlega gert skiljanlegt þegar það kemur til landsins hvernig það þarf að haga sér,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37 Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18 Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að grafalvarlegt mál sé að brjóta sóttkví og að það geti stefnt lífi fólks og öryggi í hættu. Ferðamennirnir, tveir karlar og ein kona, voru nýkomnir til landsins og bar að vera í sóttkví þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim á veitingahúsi skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að máli fólksins hafi verið lokið með sektargreiðslu. Fólkið er á leið frá landinu í dag. Grunur kviknaði fyrst um að tveir ferðamannana væru ólíklegir til að halda sóttkví þegar þeir komu til landsins á fimmtudag. Ásgeir segir að ábendingu um það hafi verið fylgt eftir með heimsókn á dvalarstað þeirra þar sem þeir voru minntir á reglurnar um hvað það þýddi að vera í sóttkví. Enginn var á dvalarstað ferðamannanna þegar það var kannað um kvöldmatarleytið í gær. Ásgeir segir að þeir hafi svo fundist með þriðja ferðalangnum við eftirlit með veitingastöðum í miðborginni. „Þetta er búið að vera verkefni sem er búið að standa frá því á fimmtudaginn. Það þótti strax ljóst við komuna að þessir tveir væru ólíklegir til að halda sóttkví,“ segir Ásgeir sem vill ekki skýra nánar í hverju sá grunur fólst. „Við greiningu þegar fólk kemur til landsins er hægt að lesa ýmislegt út úr fasinu og hvað fólk segir,“ segir hann. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Stórt og tímafrekt verkefni fyrir lögregluna Ekki er þó lokið máli annars erlends ferðamanns sem einnig var nýkominn til landsins og var handtekinn þegar hann reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi að verða átta í gærkvöldi. Hann var einnig handtekinn enda bar honum að vera í sóttkví. Ásgeir telur líklegt að því máli verði einnig lokið með sektargreiðslu. Í Facebook-færslu lögreglunnar er bent á að hún þurfi að hafa mikinn viðbúnað þegar afskipti eru höfð af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi lögreglumanna. Færslunni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum í hlífðarklæðnaði og grímum sem fóru á vettvang þegar ferðamennirnir þrír voru handteknir. „Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví - því með þannig óábyrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sóttkví, það er dauðans alvara!“ segir í færslu lögreglunnar. Ásgeir segir að þegar verkefni eins og þau í gærkvöldi berist þurfi lögreglan að taka tvær áhafnir úr umferð og klæða þær frá hvirfli til ylja í búning. „Þannig að þetta er gífurlega stórt og tímafrekt verkefni þegar við fáum svona,“ segir hann. Hann útilokar að fólkið hafi brotið sóttkví vegna tungumálamisskilnings. „Hvað sem fólk segir þá er þetta bara ásetningur. Fólki er algerlega gert skiljanlegt þegar það kemur til landsins hvernig það þarf að haga sér,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37 Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18 Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37
Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18
Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06