Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 14:36 Mynd sem armenska varnarmálaráðuneytið sendi út sem á að sýna aserskan skriðdreka verða fyrir sprengikúlu við Nagorno-Karabakh. AP/armenska varnarmálaráðuneytið Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu. Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu.
Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira