Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 16:41 Subirif er manngert rif við Spratlyeyjar þar sem búið er að koma fyrir vopnum, flugvelli og öðru. AP/Francis Malasig Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. Tvær æfingar fara fram í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins og byggt upp flotastöðvar og flugvelli. Ein fer fram í Austur-Kínahafi og enn ein norður í Bohaíhafi. Þar að auki fer fram æfing í Gulahafi. Kínverjar halda æfingar sem þessar reglulega en mjög sjaldgæft er að þær séu haldnar á sama tíma. Í síðasta mánuði voru fjórar æfingar haldnar á sama tíma og þar að auki hafa Kínverjar reglulega flogið herþotum inn í loftvarnasvæði Taívan. Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir þær æfingar. Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að nútímavæðing herafla Kína hafi aukið sjálfsöryggi ráðamanna í Peking verulega. Svo mikið að þeir telji sig geta tekið Taívan með valdi, eins og forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa hótað að gera. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði. Taívan hefur þó verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Sjá einnig: Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Varðandi Suður-Kínahaf, þá hefur Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakað ráðmenn í Kína um að fara á bak orða sinna varðandi hervæðingu eyja í Suður-Kínahafi. Talsmaður ráðuneytisins vísaði í orð Xi Jinping, forseta Kína, frá því hann heimsótti Hvíta húsið árið 2015. Þá sagði hann að ekki stæði til að hervæða Spratlyeyjar og að stöðvar Kína í Suður-Kínahafi myndu engin áhrif hafa á önnur ríki. Kínverjar hafa þó komið fyrir eldflaugum, flotastöðvum og flugvöllum á eyjunum. Mörg ríki gera tilkall til Spratlyeyja. Filippseyjar eru þeirra á meðal en Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ræddi eyjurnar og Suður-Kínahaf í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýndi hann yfirvöld í Kína vegna málsins. Vísaði hann til úrskurðar Alþjóðagerðardómsins í Haag frá 2016. Þar sem tilkall Kína var dæmt ólöglegt. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Kínverjar hafa hafnað þeim úrskurði. Kína Taívan Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu. Tvær æfingar fara fram í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins og byggt upp flotastöðvar og flugvelli. Ein fer fram í Austur-Kínahafi og enn ein norður í Bohaíhafi. Þar að auki fer fram æfing í Gulahafi. Kínverjar halda æfingar sem þessar reglulega en mjög sjaldgæft er að þær séu haldnar á sama tíma. Í síðasta mánuði voru fjórar æfingar haldnar á sama tíma og þar að auki hafa Kínverjar reglulega flogið herþotum inn í loftvarnasvæði Taívan. Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir þær æfingar. Hernaðarsérfræðingar í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að nútímavæðing herafla Kína hafi aukið sjálfsöryggi ráðamanna í Peking verulega. Svo mikið að þeir telji sig geta tekið Taívan með valdi, eins og forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa hótað að gera. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði. Taívan hefur þó verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Sjá einnig: Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Varðandi Suður-Kínahaf, þá hefur Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sakað ráðmenn í Kína um að fara á bak orða sinna varðandi hervæðingu eyja í Suður-Kínahafi. Talsmaður ráðuneytisins vísaði í orð Xi Jinping, forseta Kína, frá því hann heimsótti Hvíta húsið árið 2015. Þá sagði hann að ekki stæði til að hervæða Spratlyeyjar og að stöðvar Kína í Suður-Kínahafi myndu engin áhrif hafa á önnur ríki. Kínverjar hafa þó komið fyrir eldflaugum, flotastöðvum og flugvöllum á eyjunum. Mörg ríki gera tilkall til Spratlyeyja. Filippseyjar eru þeirra á meðal en Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ræddi eyjurnar og Suður-Kínahaf í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýndi hann yfirvöld í Kína vegna málsins. Vísaði hann til úrskurðar Alþjóðagerðardómsins í Haag frá 2016. Þar sem tilkall Kína var dæmt ólöglegt. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Kínverjar hafa hafnað þeim úrskurði.
Kína Taívan Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42 Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20 Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Sjá meira
Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. 18. september 2020 11:42
Segja Kína ekki geta ráðist á Taívan strax Varnarmálaráðuneyti Taívan segir að þó að geta herafla Kína hafi aukist til muna, hafi Kínverjar enn ekki burði til að gera allsherjar innrás í Taívan. 31. ágúst 2020 14:20
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20