Guðmundur Franklín undirbýr sig fyrir hugsanlegt framboð í komandi alþingiskosningum Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2020 10:45 Guðmundur Franklín er að máta sig við hugmyndina um að fara fram að fullum krafti í komandi alþingiskosningum sem verða að ári liðnu. visir/vilhelm Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira