Unga fólkið og stjórnmálin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. september 2020 19:16 Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar