Leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin á Eir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 15:17 Starfsfólk Eirar ætlar að fara af stað með heimsóknarverkefni til að rjúfa einangrun þeirra fjögurra íbúa sem hafa smitast af kórónuveirunni. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03