Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 08:56 Krabbameinsfélagið. Vísir/Vilhelm Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu. Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Búið er að endurskoða öll sýni sem rannsökuð voru sérstaklega vegna alvarlegs atviks á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. Endanlegur fjöldi endurskoðaðra sýna reyndist nokkuð minni en áætlað var í upphafi, eða 4.950. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Alvarlega atvikið sem vísað er til komst upp í sumar. Mistök voru gerð við greiningu leghálssýna á Leitarstöðinni árið 2018 og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla endurskoðun sýna hjá Leitarstöðinni þrjú ár aftur í tímann. Áætlað var að endurskoða þyrfti 6.000 sýni en þau reyndist á endanum rétt tæplega 5.000. Endanleg niðurstaða hjá þeim 209 konum sem kallaðar voru inn til frekari skoðunar mun ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum vikum liðnum, að því er segir í tilkynningu. Krabbameinsfélagið harmar hið alvarlega atvik sem varð á Leitarstöðinni. Embætti landlæknis vinnur nú að úttekt á því, sem og gæðaúttekt á starfsemi Leitarstöðvar. Félagið vinnur með embættinu að úttektinni. Fram hefur komið að nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu og voru kallaðar til frekari skoðunar þurfa að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir 166 konur þurfa aftur í sýnatöku 24. september 2020 22:24 Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19 Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskimun þurfa að fara í keiluskurð Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í keiluskurð. 18. september 2020 17:19
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30