Þverpólitísk sátt um orkumál útiloki ekki ágreiningsmál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2020 19:01 Þórdís Kolbrún kynnti orkustefnu til ársins 2050 í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún. Orkumál Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Orkumál Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira