Innlent

Bátarnir komnir til hafnar á Djúpa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang. Landhelgisgæslan

Bátarnir sem unnu að því að koma litlu fiskiskipi af grynningu við Papey í gærkvöldi komu til hafnar á Djúpavogi um miðnætti.

Á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar segir að það hafi verið Sigríður, bátur Fiskeldis Austfjarða, sem hafi dregið fiskiskipið til hafnar. Hafdís, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og tveir aðrir bátar fylgt skipunum á leiðinni, auk þess að þyrla Gæslunnar hafi haldið til Djúpavogs með öfluga dælu ef á þyrfti að halda.

Alls var fjórum skipverjum á fiskiskipinu bjargað eftir að skipið tók niðri á grynningu austur af Papey. Leki hafði komið að skipinu en neyðarkall barst frá áhöfninni rétt fyrir klukkan níu.

Tekist hafði að bjarga skipverjunum um hálftíma síðar hafði tekist að bjarga öllum skipverjunum um borð í fiskibát sem kom fyrstur að og síðan var hafist handa við að draga bátinn áleiðis til Djúpavogs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×