Þurfum meiri fyrirsjáanleika en bara nokkrar vikur í senn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2020 12:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar óskaði eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum á Alþingi í morgun Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Forsætisráðherra segir rauð flögg alls staðar á lofti, hvort sem litið sé til nýgengni smita eða alvarlegra veikinda. Nauðsynlegt hafi verið að grípa inn í með afgerandi hætti. Formaður Viðreisnar óskar eftir aðgerðum sem veita fólki meiri fyrirsjáanleika en einungis nokkrar vikur í senn. Tvö mál eru á dagskrá þingsins í dag. Annars vegar frumvarp um breytingu á þingsköpum til að þingmenn geti tekið þátt í nefndarfundum með fjarfundabúnaði þegar sérstaklega stendur á. Og hins vegar hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið sem var kynnt á föstudag. Í óundirbúnum fyrirspunartíma beindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, því til stjórnvalda að skerpa á upplýsingaflæði til almennings og efla samvinnu á þinginu. „Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að koma með aðgerðarpakka sem veitir fólki meira öryggi heldur en bara til næstu vikna? Getum við fengið að sjá aðgerðir sem veita fólki svigrúm til næstu tíu til tólf mánaða?“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi í morgun. Sé ætlunin að framlengja til dæmis tekjutengingu atvinnuleysisbóta og lækkun tryggingagjalds beri að greina frá því. Einnig sé misræmi í upplýsingaflæði um aðgerðir, til dæmis um áhorfendafjölda í leikhúsum og á íþróttaleikjum. „Þetta er þriðja bylgjan núna. Það er búið að segja við okkur að þær verði hugsanlega nokkrar. Þess vegna vil ég hvetja ríkisstjórnina til að setja fram efnahagsaðgerðir sem eru í samræmi við bæði þessa miklu kreppu og þetta mikla atvinnuleysi. Til að fólk fái skýr svör,“ sagði Þorgerður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði alvarlega stöðu kalla á skjótar aðgerðir. „Það eru rauð flögg alls staðar. Hvort sem litið er til nýgengis smita eða alvarleika veikinda. Staðan er alvarleg. Þess vegna var mjög mikilvægt að grípa inn í með þessum afgerandi hætti,“ sagði Katrín. Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum sem tóku gildi á miðnætti. Forseti Alþingis beindi því þó til þingmanna við upphaf þingdundar að eins metra reglan væri áfram í gildi og að skylt væri að nota andlitsgrímu þar sem ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð. Björn Leví Gunnarsson sagði skorta áætlun um hvernig eigi að takast á við sögulegt atvinnuleysi og fjölga störfum þegar hann lýsti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Í vor kvörtuðu stjórnvöld yfir því að það væri svo mikil óvissa að ríkisstjórnin gæti ekki lagt fram áætlun sína úr kófinu. Þing og þjóð þurftu að bíða í hálft ár eftir stefnu stjórnvalda og fyrir helgi var biðinni loksins lokið,“ sagði Björn Leví. „Í stuttu máli er stefna stjórnvalda svona: Það verður hallarekstur og niðurskurður nema við fáum aftur tvær miljónir ferðamanna hingað til Íslands árið 2023 í stað ársins 2026. Það er bónus ef loðnan kemur aftur. Þurftum við í alvöru að bíða í hálft ár eftir þessu?“ spurði Björn Leví á Alþingi í morgun.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira