Geiturnar þrjár og tröllið ógurlega Baldur Thorlacius skrifar 6. október 2020 13:00 Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Baldur Thorlacius Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ég les reglulega söguna um geiturnar þrjár fyrir tveggja ára son minn. Söguna þekkjum við flest. Þrjár geitur – geitapabbi, geitamamma og litla kiða-kið – búa á frekar hrjóstrugu svæði og horfa í hyllingum á grösugu brekkurnar hinu megin við ána. Til að komast þangað þurfa þau að fara yfir brú. Undir brúnni býr ógurlegt tröll, sem fær mígreni og hungurverki við hljóðið í klaufum að skella á brúnni hans. Einn daginn fær litla kiða-kið nóg og ákveður að fara yfir brúna. Foreldrar hennar virðast, undarlegt nokk, vera nokkuð sátt með þessa ákvörðun: „Við komum á eftir þér, ef þú verður ekki étin“. Kiða-kið sleppur yfir með því að gera samning við tröllið um að éta frekar móður sína. Geitamamma sleppur með því að svíkja geitapabba með sama hætti. Geitapabbi þarf aftur á móti engar áhyggjur að hafa, hann fer létt með að stanga tröllið ofan í ánna. Með réttu hefði hann átt að fara fyrstur, en ákvað frekar að senda dóttur sína og konu út í rauðan dauðann. Svo lifa þau hamingjusöm til æviloka – væntanlega fyrir utan þá staðreynd að þau geta augljóslega ekki treyst hvoru öðru. Ég hef verið mjög hugsi yfir þessari sögu. Hver er boðskapurinn? Allt reddast ef allir svíkja alla? Varla. Það hefur því runnið upp fyrir mér að mögulega er tröllið söguhetjan. Sem hefur lagt mikla vinnu, blóð, svita og tár við að byggja brú yfir hættulega á og sér nú fram á að uppskera ávöxt erfiðis síns. Á það að sætta sig við hóflega ávöxtun, með því að borða litlu kiða-kið, fá enn betri ávöxtun með því að borða geitamömmu eða reyna við stóra vinninginn og borða geitapabba. Aukinni ávöxtun fylgir yfirleitt meiri áhætta. Þetta lærði tröllið ógurlega „the hard way“. Það varð gráðugt, vildi hvorki sætta sig við kiða-kið né geitamömmu og sat eftir allslaust, marið og blautt ofan í á. Með smá heppni hefði það mögulega náð að yfirbuga geitapabba. Það hefði þá verið talið afar klókt. En það er auðvelt að vera vitur eftir á. Fólk sem fjárfestir á hlutabréfamarkaði stendur oftar en ekki frammi fyrir sambærilegum ákvörðunum. Kaupa strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð lækki? Selja strax eða bíða eftir að hlutabréfaverð hækki? Taka meiri áhættu í von um betri ávöxtun eða fara öruggu leiðina og sætta sig við hóflega ávöxtun? Setja öll eggin í eina körfu eða dreifa áhættunni? Það getur verið gott fyrir fjárfesta að taka einhverja áhættu og jafnframt nauðsynlegt fyrir atvinnulífið. Án áhættufjármagns verður enginn vöxtur. En það er að sama skapi mikilvægt að stilla áhættunni í hóf. Fjárfestar þurfa fyrst og fremst að vera meðvitaðir um þá áhættu sem þeir eru að taka og hafa burði til að takast á við verstu mögulegu niðurstöðu. Gagnsæi skiptir þar lykilmáli. Það munu alltaf koma upp tilvik þar sem fólk gæti freistast til að taka of mikla áhættu í fjárfestingum. Þá er ágætt að muna eftir sögunni um tröllið og svikulu geiturnar. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun