Innlent

Smitaðir orðnir á sjötta tug í einni stærstu hóp­sýkingu far­aldursins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs.
Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs

Á sjötta tug kórónuveirusmita eru nú rakin til Hnefaleikafélags Kópavogs. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingastjóri almannavarna í samtali við Vísi.

Hópsýkingin sem tengist félaginu er ein sú stærsta sem komið hefur upp síðan faraldurinn hófst í vor, að því er fram kom í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi almannavarna í dag. Smitaðir tengdir félaginu voru á fjórða tug í gær en hefur fjölgað ört.

Jóhann segir að allir sem hafa stundað hnefaleikastöð félagsins tiltekna daga hafi verið boðaðir í skimun fyrir veirunni. Hluti iðkenda var skimaður í dag og afgangurinn á morgun. Þeir sem hafa smitast eru ýmist sjálfir iðkendur eða fólk tengt þeim.

Hnefaleikafélag Kópavogs greindi sjálft frá því á Facebook í fyrradag að iðkandi hefði greinst með veiruna á fimmtudag eftir að hafa verið á æfingu hjá félaginu helgina áður. Stöð félagsins við Smiðjuveg var lokað eftir að smitið kom upp og verður áfram lokuð næstu tvær vikurnar í það minnsta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×