Katrín „væntir þess“ að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram á fimmtudaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 18:36 Katrín reiknar með að leikurinn fari fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði nú rétt í þessu að leikur Íslands og Rúmeníu á fimmtudaginn muni að öllum líkindum fara fram. Þetta sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland og Rúmeníu mætast í umspili um laust sæti á EM næsta sumar en leikurinn er undanúrslitaleikur. Sigurvegarinn mætir annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í dag, er hann var spurður út í landsleikinn í dag. Þá átti einnig eftir að fara yfir hversu mikilvægur leikurinn væri samfélaginu. Það er með öllu óljóst í augnablikinu hvort Ísland og Rúmenía mætast á fimmtudaginn.https://t.co/DfH9oomjGN— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 6, 2020 „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Því eru litlar sem engar líkur á að engir áhorfendur verði á leiknum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði nú rétt í þessu að leikur Íslands og Rúmeníu á fimmtudaginn muni að öllum líkindum fara fram. Þetta sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland og Rúmeníu mætast í umspili um laust sæti á EM næsta sumar en leikurinn er undanúrslitaleikur. Sigurvegarinn mætir annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í dag, er hann var spurður út í landsleikinn í dag. Þá átti einnig eftir að fara yfir hversu mikilvægur leikurinn væri samfélaginu. Það er með öllu óljóst í augnablikinu hvort Ísland og Rúmenía mætast á fimmtudaginn.https://t.co/DfH9oomjGN— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 6, 2020 „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Því eru litlar sem engar líkur á að engir áhorfendur verði á leiknum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira