Segir orð sín um lífstíl bænda hafa verið slitin úr samhengi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 09:30 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/vilhelm Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að ummæli sín á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífstíl, hafa verið slitin úr samhengi. Það sé af og frá að hann líti á sauðfjárrækt sem tómstundagaman. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi á þriðjudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Segir sér hafa eignað viðhorf til bænda sem séu fjarri sanni Kristján Þór svaraði gagnrýninni í Bítinu á morgun, þar sem sagði ummælin hafa verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór. Hvert var þá samhengið? „Samhengið var einfaldlega það að var verið að spyrja um frelsi bænda til athafna og ég vitnaði til þess að ég hef átt samtöl við sauðfjárbændur. Ég hef sömuleiðis hlýtt á viðtöl við sauðfjárbændur þar sem þeir hafa sagt að þetta sé lífstíll. Þá eru þeir ekki að meina hobbý, þeir eru bara að meina lífstíll, frekar heldur en spurning um afkomu. Þetta er það sem ég vitnaði í, ég var ekki að halda því fram.“ Það liggi þó í augum uppi að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við bændur og sjómenn velji sér lífstíl í tengslum við atvinnu sínu. „Ég sé ekkert að því að líta þannig á að það sé lífstíll að búa í sveit en að halda því fram að ráðherra landbúnaðarmála sé þeirrar skoðunar að fólk í þessari atvinnugrein eða einhverri annarri eigi ekki að hafa afkomu af starfi sínu er náttúrulega gjörsamlega ótrúlegt að hlýða á, því það hefur aldrei verið sagt,“ sagði Kristján Þór. Segir lítið hafa farið fyrir hugmyndum að lausnum Þá beindi hann spjótum sínum að gagnrýnendum, þar á meðal Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur sem ritaði grein á Vísi í gær þar sem hún gagnrýndi Kristján Þór. Sagði hann fyrrverandi samflokksmann sinn vera að legga sér orð í munn. „Það er beinlínis rangt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í grein á Vísi að ég sé að halda því fram að það sé frekar lífstíll heldur en spurning um afkomu. Ég hef aldrei sagt þetta. Sömuleiðis hjá Landssamtökum sauðfjárbænda að ég segi það að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þetta er beinlínis rangt,“ sagði Kristján Þór. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Talið barst þá að vandanum í sauðfjárbúskapnum og sagði Kristján Þór að umræðan í gær hefði öll farið í gagnrýni, í stað þess að ræða mögulegar lausnir. Nefndi hann bónda sem haft hafði samband og lýst því hvað eftir hafi staðið eftir að hann lagði inn 600 kindur. Fyrir það hafi hann fengið rúmlega 5,8 milljónir en þurft að greiða 3,5 milljónir í rekstur. „Hvað stendur eftir? Þetta er engin afkoma í sauðfjárræktinni. Þannig að við þurfum einhvern veginn að horfa til þess að bilið sem sauðfjárbóndinn fær greitt og það sem að kjötið, framleiðsla þeirra út úr búð, er sífellt að breikka. Við þurfum að leggja saman í það með einhverjum hætti hvernig á að vinna úr þessum erfiðleikum í sauðfjárræktinni.“ Sumir gætu haldið því fram að með þessu orðalagi, lífstíll, að þú sért að tala um þetta sem tómstundagaman? „Það er langur vegur frá. Hugsun mín er ekki þannig. Sauðfjárrækt er alvöru búskapur og það þarf mikla þekkingu, kunnáttu og færni til að geta gert það af einhverjum myndaskap og rekið þetta, það er bara þannig.“ Landbúnaður Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að ummæli sín á Alþingi um að margir bændur segðu starfið vera lífstíl, hafa verið slitin úr samhengi. Það sé af og frá að hann líti á sauðfjárrækt sem tómstundagaman. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi á þriðjudag spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór. Landssamband ungra Framsóknarmanna hafði deginum áður lýst yfir vantrausti á ráðherra, og eftir orð ráðherra fór gagnrýni að berast úr öðrum áttum. Landssamband sauðfjárbænda gagnrýndi ummæli Kristjáns Þórs, auk þess sem að Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir furðu sinni á orðum Kristjáns. Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) lagði einnig í púkkið og fordæmdi orð ráðherra. Inntakið í gagnrýninni var að orð ráðherra gæfu það í skyn að afkoma sauðfjárbænda væri aukaatriði, þar sem þeir hefðu valið sér þennan lífstíl. Segir sér hafa eignað viðhorf til bænda sem séu fjarri sanni Kristján Þór svaraði gagnrýninni í Bítinu á morgun, þar sem sagði ummælin hafa verið slitin úr samhengi og að gagnrýnendur hefðu eignað honum viðhorf sem hann kannaðist ekki við. „Það má alveg segja það þegar horft er á þau eins og þau eru borin fram af þeim sem eru mest í umræðunni þá eru þau óheppileg og koma illa út þegar þau eru slitin úr samhengi við annað sem fram fór í þessum fyrirspurnartíma. Það er raunar alveg með ólíkindum að horfa á það hversu langt fólk er tilbúið til að ganga til að slíta hugsanir og orðfæri úr samhengi við heildarmyndinda og eigna mér til dæmis í þessu tilfelli viðhorf til bænda, eins og hafa komið fram í þessari umræðu, sem eru fjarri allri sanni,“ sagði Kristján Þór. Hvert var þá samhengið? „Samhengið var einfaldlega það að var verið að spyrja um frelsi bænda til athafna og ég vitnaði til þess að ég hef átt samtöl við sauðfjárbændur. Ég hef sömuleiðis hlýtt á viðtöl við sauðfjárbændur þar sem þeir hafa sagt að þetta sé lífstíll. Þá eru þeir ekki að meina hobbý, þeir eru bara að meina lífstíll, frekar heldur en spurning um afkomu. Þetta er það sem ég vitnaði í, ég var ekki að halda því fram.“ Það liggi þó í augum uppi að sjálfstæðir atvinnurekendur á borð við bændur og sjómenn velji sér lífstíl í tengslum við atvinnu sínu. „Ég sé ekkert að því að líta þannig á að það sé lífstíll að búa í sveit en að halda því fram að ráðherra landbúnaðarmála sé þeirrar skoðunar að fólk í þessari atvinnugrein eða einhverri annarri eigi ekki að hafa afkomu af starfi sínu er náttúrulega gjörsamlega ótrúlegt að hlýða á, því það hefur aldrei verið sagt,“ sagði Kristján Þór. Segir lítið hafa farið fyrir hugmyndum að lausnum Þá beindi hann spjótum sínum að gagnrýnendum, þar á meðal Þorgerði Katríni Gunnarsdóttur sem ritaði grein á Vísi í gær þar sem hún gagnrýndi Kristján Þór. Sagði hann fyrrverandi samflokksmann sinn vera að legga sér orð í munn. „Það er beinlínis rangt þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir í grein á Vísi að ég sé að halda því fram að það sé frekar lífstíll heldur en spurning um afkomu. Ég hef aldrei sagt þetta. Sömuleiðis hjá Landssamtökum sauðfjárbænda að ég segi það að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þetta er beinlínis rangt,“ sagði Kristján Þór. Sauðfjárbændur eru ekki hressir með ummæli landbúnaðarráðherra.Vísir/Tryggvi Talið barst þá að vandanum í sauðfjárbúskapnum og sagði Kristján Þór að umræðan í gær hefði öll farið í gagnrýni, í stað þess að ræða mögulegar lausnir. Nefndi hann bónda sem haft hafði samband og lýst því hvað eftir hafi staðið eftir að hann lagði inn 600 kindur. Fyrir það hafi hann fengið rúmlega 5,8 milljónir en þurft að greiða 3,5 milljónir í rekstur. „Hvað stendur eftir? Þetta er engin afkoma í sauðfjárræktinni. Þannig að við þurfum einhvern veginn að horfa til þess að bilið sem sauðfjárbóndinn fær greitt og það sem að kjötið, framleiðsla þeirra út úr búð, er sífellt að breikka. Við þurfum að leggja saman í það með einhverjum hætti hvernig á að vinna úr þessum erfiðleikum í sauðfjárræktinni.“ Sumir gætu haldið því fram að með þessu orðalagi, lífstíll, að þú sért að tala um þetta sem tómstundagaman? „Það er langur vegur frá. Hugsun mín er ekki þannig. Sauðfjárrækt er alvöru búskapur og það þarf mikla þekkingu, kunnáttu og færni til að geta gert það af einhverjum myndaskap og rekið þetta, það er bara þannig.“
Landbúnaður Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. 7. október 2020 20:46
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43