Sekt vegna ummæla í hlaðvarpi: Brenni Laugardalinn ef hann fær ekki tveggja leikja bann Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:03 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, rýrði álit almennings á fótbolta og starfi knattspyrnuhreyfingarinnar með ummælum í hlaðvarpsþætti. Knattspyrnudeild Njarðvíkur var því sektuð um 50 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða aga- og úrskurðanefndar KSÍ sem birti úrskurð sinn í dag. Nefndin fékk málið í hendurnar eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, vísaði ummælunum til hennar. Mikael er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þar sem hann er fastagestur. Í umræðum um rauða spjaldið sem Beitir Ólafsson, markmaður KR, fékk á dögunum og það hve langt leikbann hann ætti yfir höfði sér sagði Mikael: „Þetta er 100% tveggja leikja bann. [...] Ég mun brenna Laugardalinn persónulega sjálfur ef hann fær ekki tveggja leikja bann, það er bara þannig. Mér er alveg sama, mér er alveg sama, málið er það að Framararnir, ég er náttúrulega gamall Framari, þá bara fer ég með þeim í það. Að sjálfsögðu er þetta tveggja leikja bann.“ Klippa: Tilþrifin - Rauða spjaldið á Beiti Þessi ummæli leiddu til fyrrgreindrar sektar. Formaður knattspyrnudeildar Fram hafði skömmu áður gagnrýnt það að Fred, leikmaður liðsins, skyldi fá tveggja leikja bann eftir rautt spjald í leik gegn Vestra. Það útskýrir vísun Mikaels í Fram. Beitir fékk eins leiks bann en hann var rekinn af velli fyrir að slæma hendi í Ólaf Inga Skúlason, leikmann Fylkis. Aga- og úrskurðanefnd segir að sérhvert aðildarfélag beri ábyrgð á framkomu sinna forráðamanna, og því fær 2. deildarfélag Njarðvíkur sektina. KR var sömuleiðis sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars Kristinssonar þjálfara um Ólaf Inga.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
KR sektað um 50 þúsund krónur vegna ummæla Rúnars um Ólaf Inga Ummæli Rúnars Kristinssonar um Ólaf Inga Skúlason kostuðu knattspyrnudeild KR 50 þúsund krónur. 8. október 2020 14:17