Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2020 21:08 Aron Einar var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35