Landbúnaðarráðherra og lausnaleysið Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 9. október 2020 10:01 Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Landbúnaðarráðherra lét miður gáfuleg orð falla í garð sauðfjárbænda á dögunum. Voru það kaldar kveðjur þegar sauðfjárbændur hafa farið í gegnum nokkur verulega mögur ár og margir komnir í þrönga stöðu. Eitthvað reyndi ráðherrann að bera í bætifláka í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á fimmtudag. Þar fór ráðherrann yfir það að vandi bænda væri margþættur og kvartaði undan því að menn væru ekki að hugsa í lausnum og að vandinn væri úrræðaleysið. Þessi ummæli ráðherrans skjóta býsna skökku við. Um margra mánaða skeið hafa bændur bent á tollasvindl sem stundað er á Íslandi. Ekkert hefur bólað á því að ráðherrann ásamt fjármálaráðherra hafi tekið á vandanum, og þar með ekki sýnt nokkra viðleitni í þá átt að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þá er tómt mál að tala um úrræðaleysi og margþættan vanda. Eða þarf kannski ekkert að bregðast við lögbrotum ef þau bitna bændum sem eru hvort sem er bara í búskap því það er svo huggulegur lífsstíll? Jurtaostar og beinlausir bitar Á liðnu ári hefur verið flutt inn óhemju magn af matvælum á röngum tollanúmerum sem hefur orðið til þess að íslenskar afurðir hafa orðið undir vegna skakkrar samkeppnisstöðu. Mikið hefur verið flutt inn af svokölluðum jurtaosti. Það er ostur sem er 82–84% mozzarellaostur (úr kúamjólk) blandaður pálmaolíu að 11–12% og 5% sterkju. Þessi vara ætti samkvæmt lögum að falla undir að vera ostur og vera tolluð inn í landið sem slíkur. Osturinn hefur engu að síður verið tollafgreiddur á öðru tollanúmeri en því sem við á, komist á markað utan tollkvóta og þar af leiðandi án tolla inn í landið. Þetta heitir lögbrot á íslensku og ber að uppræta. Sama á við um innflutning á kjöti sem tollafgreitt hefur verið á röngum tollnúmerum til þess að heildsalar og veitingahúsakeðjur komist hjá því að greiða tolla af vörum sem þeim ber sannanlega að greiða tolla af. Beinlaust kjöt verður að kjöti með beini í afgreiðslu og kemst þannig inn í landið án þess að af því sé greiddur tollur. Þetta er óþolandi ástand. Á meðan ráðherrar á covid-tímum hvetja til þess að við „Látum það ganga“ og nýtum innlenda framleiðslu til að hún haldi velli þá gera þeir ekki handtak í þessum tollalögbrotum. Innanlandsframleiðsla missir markaðshlutdeild, verð á kjöti lækkar til bænda, mikilvægur virðisauki sem annars hefði orðið til í samfélaginu gufar upp, en á sama tíma er verið að hvetja fólk til að halda atvinnulífinu í landinu gangandi. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd. Lausnir og leiðir Landbúnaðarráðherrann kallaði í útvarpsviðtalinu í Bítinu eftir lausnum. Það er margbúið að ræða lausnir við hann en ekkert gerist. Þetta tal hans um að hann sé tilbúinn í hvað sem er til að styrkja stöðu bænda er marklaust. Eða ég mun að minnsta kosti líta svo á nema að ráðherrann girði sig í brók og taki á lögbrotum sem framin eru á hverjum degi. Lögbrot sem bæði bitna á bændum, ríkissjóði og samfélaginu öllu. Því meðan ekki er tekið á þessu máli er ríkissjóður að tapa stórum fjárhæðum vegna vangoldinna tolla og landbúnaðurinn í heild sinni getur ekki brugðist við aðstæðum ef ekki er farið eftir leikreglum þegar kemur að innflutningi. Þess vegna er grátbroslegt að hlusta á tal um áhyggjur af hallarekstur ríkissjóðs þegar ekki er unnin bragabót á þessum svikum. Íslenskur landbúnaður getur vel dafnað enda framleiða bændur þessa lands, sem jú vissulega völdu það sjálfir að starfa við þessa grein, hágæðavörur af mikilli hugsjón og alúð en til þess að leikurinn sé sanngjarn er nauðsynlegt að allir fari eftir reglum og sitji við sama borð. Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun