Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum.
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands hafa skoðað aðstæður en myndir sýna að stærra svæði hefur losnað í kringum skriðusárið þar sem skriðan féll á þriðjudag.
Lítil hreyfing hefur verið í skriðusárinu í dag og lítið vatn, aur eða grjót gengið fram.

Rýming gildir áfram á bæjunum Gilsá 1, Gilsá 2 og sumarbústað við Gilsá 2 en vegurinn um Eyjafjarðarbraut vestari hefur verið opnaður fyrir umferð, eftir að hafa verið lokaður síðustu daga.
Ekki er útilokað að fleiri skriður geti fallið á svæðinu og verður endurmetin aftur á morgun