Telur að niðurgreidd hitaveita geti hjálpað í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 09:15 Björn Birnir er prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla. Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54