Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 17:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið afleitar. Vísir/Einar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson. Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson.
Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00