Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 17:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið afleitar. Vísir/Einar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson. Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson.
Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Furðulostin yfir óábyrgum ummælum netöryggissveitarinnar „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00