90 prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 16:53 Tryggingastofnun ríkisins. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt megi betur fara í starfsemi Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku, efla þurfi upplýsingagjöf og gæta þess að hærra hlutfall viðskiptavina fái réttar greiðslur. Aðeins 9,4–13% lífeyrisþega fengu réttar greiðslur frá stofnuninni árin 2016-19. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis og var kynnt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í dag. Hún var birt á vef Ríkisendurskoðunar nú síðdegis. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að bæta þurfi málsmeðferð við ákvarðanatöku hjá TR. Þá þurfi stofnunin að sinna betur leiðbeiningarskyldu sinni og efla upplýsingagjöf. Einnig þurfi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um að rekin séu umboð fyrir TR hjá sýslumannsembættum landsins. „Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að heildarendurskoðun laga um almannatryggingar ljúki sem fyrst. Vinna við hana hefur staðið yfir frá árinu 2005. Lagaumgjörðin er flókin og ógagnsæ,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að auka þurfi hlutfall viðskiptavina TR sem fái réttar greiðslur frá stofnuninni. Fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar að útreikningur greiðslna byggi á tekjuáætlunum sem stofnunin leggi drög að og viðskiptavinur svo staðfestir. TR endurreiknar svo fjárhæðir bóta og leiðréttir greiðslur eftir atvikum. „Á tímabilinu 2016–19 leiddi endurreikningurinn í ljós að mikill meirihluti lífeyrisþega fékk ýmist of- eða vangreiddar greiðslur vegna mismunar á tekjuáætlun og rauntekjum. Einungis 9,4–13% fengu réttar greiðslur. Nauðsynlegt er að ráðast í markvissar aðgerðir til að minnka umfang endurreiknings bóta og draga úr frávikum vegna framangreinds mismunar,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Fagna úttektinni TR fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar og telur margar af tillögum til úrbóta sem þar koma fram afar gagnlegar, að því er segir í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar nú síðdegis. Stofnunin segir að sífellt sé unnið að því að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til viðskiptavina. Talsverðar umbætur hafi verið gerðar á því á þessu ári. Þá þurfi að mati stofnunarinnar að breyta lögum um almannatryggingar til þess að „draga úr og helst eyða að fullu kröfum um endurgreiðslur lífeyris.“ „Uppbyggileg umræða um lífeyriskerfið er mikilvæg, því ítrekum við að Tryggingastofnun fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar á stofnuninni og stöðu almannatrygginga. Vonir eru bundnar við að hún leiði til úrbóta og einföldunar á flóknu kerfi, lífeyrisþegum til hagsbóta,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar.
Tryggingar Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira