Koma á útgöngubanni í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 19:28 Macron kynnti útgöngubannið í sjónvarpsávarpi í dag. Það tekur gildi á laugardag og varir í að minnsta kosti tvær vikur. Vísir/EPA Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. Íbúum í París, Marseille, Lyon, Lille, Aix-en-Provence, Rouen, Toulouse, Grenoble og Montpellier verður bannað að yfirgefa heimili sín á milli klukkan 21:00 og 6:00 að staðartíma samkvæmt aðgerðum sem Macron kynnti í dag. Tæplega 23.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Frakklandi í dag. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron þessa bylgju faraldursins annars en þá sem gekk yfir í vor. Veiran hefði nú dreift sér um allt landið. Varaði forsetinn við því að útgöngubannið gæti varað í allt að sex vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að fólk stundaði veitingastaði og færi í heimsóknir á önnur heimili. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við verðum að hamla útbreiðslu veirunnar,“ sagði Macron sem lýsti um leið skilningi á að erfitt væri að biðja fólk um að virða útgöngubann. Skólar verða áfram opnir og fólk má ferðast á milli svæða að degi til. Íbúar þurfa gilda ástæðu til að vera utan heimilis síns á meðan útgöngubannið er í gildi. Faraldurinn er nú í vexti víða í Evrópu og hafa fleiri ríki ákveðið að grípa til frekari takmarkana. Í Hollandi tekur vægara útgöngubann gildi í dag auk þess sem kaffihúsum og veitingastöðum hefur erið gert að loka. Í Katalóníu á Spáni verður börum og veitingastöðum lokað í fimmtán daga frá og með morgundeginum. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. Íbúum í París, Marseille, Lyon, Lille, Aix-en-Provence, Rouen, Toulouse, Grenoble og Montpellier verður bannað að yfirgefa heimili sín á milli klukkan 21:00 og 6:00 að staðartíma samkvæmt aðgerðum sem Macron kynnti í dag. Tæplega 23.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Frakklandi í dag. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron þessa bylgju faraldursins annars en þá sem gekk yfir í vor. Veiran hefði nú dreift sér um allt landið. Varaði forsetinn við því að útgöngubannið gæti varað í allt að sex vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að fólk stundaði veitingastaði og færi í heimsóknir á önnur heimili. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við verðum að hamla útbreiðslu veirunnar,“ sagði Macron sem lýsti um leið skilningi á að erfitt væri að biðja fólk um að virða útgöngubann. Skólar verða áfram opnir og fólk má ferðast á milli svæða að degi til. Íbúar þurfa gilda ástæðu til að vera utan heimilis síns á meðan útgöngubannið er í gildi. Faraldurinn er nú í vexti víða í Evrópu og hafa fleiri ríki ákveðið að grípa til frekari takmarkana. Í Hollandi tekur vægara útgöngubann gildi í dag auk þess sem kaffihúsum og veitingastöðum hefur erið gert að loka. Í Katalóníu á Spáni verður börum og veitingastöðum lokað í fimmtán daga frá og með morgundeginum.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05
Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35