Koma á útgöngubanni í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 19:28 Macron kynnti útgöngubannið í sjónvarpsávarpi í dag. Það tekur gildi á laugardag og varir í að minnsta kosti tvær vikur. Vísir/EPA Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. Íbúum í París, Marseille, Lyon, Lille, Aix-en-Provence, Rouen, Toulouse, Grenoble og Montpellier verður bannað að yfirgefa heimili sín á milli klukkan 21:00 og 6:00 að staðartíma samkvæmt aðgerðum sem Macron kynnti í dag. Tæplega 23.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Frakklandi í dag. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron þessa bylgju faraldursins annars en þá sem gekk yfir í vor. Veiran hefði nú dreift sér um allt landið. Varaði forsetinn við því að útgöngubannið gæti varað í allt að sex vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að fólk stundaði veitingastaði og færi í heimsóknir á önnur heimili. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við verðum að hamla útbreiðslu veirunnar,“ sagði Macron sem lýsti um leið skilningi á að erfitt væri að biðja fólk um að virða útgöngubann. Skólar verða áfram opnir og fólk má ferðast á milli svæða að degi til. Íbúar þurfa gilda ástæðu til að vera utan heimilis síns á meðan útgöngubannið er í gildi. Faraldurinn er nú í vexti víða í Evrópu og hafa fleiri ríki ákveðið að grípa til frekari takmarkana. Í Hollandi tekur vægara útgöngubann gildi í dag auk þess sem kaffihúsum og veitingastöðum hefur erið gert að loka. Í Katalóníu á Spáni verður börum og veitingastöðum lokað í fimmtán daga frá og með morgundeginum. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. Íbúum í París, Marseille, Lyon, Lille, Aix-en-Provence, Rouen, Toulouse, Grenoble og Montpellier verður bannað að yfirgefa heimili sín á milli klukkan 21:00 og 6:00 að staðartíma samkvæmt aðgerðum sem Macron kynnti í dag. Tæplega 23.000 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í Frakklandi í dag. Í sjónvarpsávarpi sagði Macron þessa bylgju faraldursins annars en þá sem gekk yfir í vor. Veiran hefði nú dreift sér um allt landið. Varaði forsetinn við því að útgöngubannið gæti varað í allt að sex vikur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að fólk stundaði veitingastaði og færi í heimsóknir á önnur heimili. „Við verðum að grípa til aðgerða. Við verðum að hamla útbreiðslu veirunnar,“ sagði Macron sem lýsti um leið skilningi á að erfitt væri að biðja fólk um að virða útgöngubann. Skólar verða áfram opnir og fólk má ferðast á milli svæða að degi til. Íbúar þurfa gilda ástæðu til að vera utan heimilis síns á meðan útgöngubannið er í gildi. Faraldurinn er nú í vexti víða í Evrópu og hafa fleiri ríki ákveðið að grípa til frekari takmarkana. Í Hollandi tekur vægara útgöngubann gildi í dag auk þess sem kaffihúsum og veitingastöðum hefur erið gert að loka. Í Katalóníu á Spáni verður börum og veitingastöðum lokað í fimmtán daga frá og með morgundeginum.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07 Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05 Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. 14. október 2020 07:07
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. 14. október 2020 07:05
Metfjöldi nýsmitaðra og látinna í Rússlandi Alls greindust 13.868 smitaðir af Covid-19 í Rússlandi í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri á einum degi. Þá dóu 244 og hafa þeir sömuleiðis aldrei verið fleiri frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst 13. október 2020 08:35