Maður grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði látinn laus í ljósi nýrra gagna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 12:38 Úrskurðurinn féll í Landsrétti á föstudaginn var. Vísir/Hanna Andrésdóttir Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem úrskurðaði í málinu á föstudaginn var. Þar var felldur úr gildi fyrri úrskurður héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Í kröfu sóknaraðila til héraðsdóms segir að réttarkrufning hafi leitt í ljós að banamein hennar hafi verið kyrking og að ekkert liggi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Ný matsgerð breytir málinu Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn segir hinsvegar að mögulegt sé að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Jafnframt segir að ekki sé unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hafi átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna verði ekki talið að skilyrði til gæsluvarðhalds séu lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina. Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. 22. maí 2020 11:00 Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars. 8. apríl 2020 11:33 Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6. apríl 2020 11:48 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem úrskurðaði í málinu á föstudaginn var. Þar var felldur úr gildi fyrri úrskurður héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra með því að hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Í kröfu sóknaraðila til héraðsdóms segir að réttarkrufning hafi leitt í ljós að banamein hennar hafi verið kyrking og að ekkert liggi fyrir um að einhver annar gæti átt hlut að máli. Ný matsgerð breytir málinu Í nýrri matsgerð dómkvaddra matsmanna sem lögð var fyrir þann 30. september síðastliðinn segir hinsvegar að mögulegt sé að konan hafi látist af völdum „blöndunareitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis,“ eins og það er orðað. Jafnframt segir að ekki sé unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hafi átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur gæti hún hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það. Landsréttardómarar komust því að þeirri niðurstöðu að í ljósi þessara nýju gagna verði ekki talið að skilyrði til gæsluvarðhalds séu lengur fyrir hendi. Varakrafa um að maðurinn skyldi sæta farbanni var heldur ekki tekin til greina.
Manndráp í Sandgerði Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. 22. maí 2020 11:00 Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars. 8. apríl 2020 11:33 Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6. apríl 2020 11:48 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11
Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní. 22. maí 2020 11:00
Krefjast áframhaldandi varðhalds yfir hinum grunaða Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars. 8. apríl 2020 11:33
Handtekinn fjórum dögum eftir að hann tilkynnti andlát konu sinnar Sambýlismaður konu sem lést í Sandgerði þann 28. mars síðastliðinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl. Hann var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að konan lést. 6. apríl 2020 11:48