Segja áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 16:12 Landspítalinn í Fossvogi. Spítalinn segir áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart. Vísir/vilhelm Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09
Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30