Alfons missir af toppslag eftir að smit kom upp hjá U21 landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 09:00 Alfons mun missa af leik Bodø/Glimt og Molde síðar í dag. Bodø/Glimt Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira