„Sveitarfélagið Suðurland“ – nýtt sveitarfélag á Suðurlandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2020 12:31 Ásahreppur er eitt af sveitarfélögunum, sem taka þátt í sameiningaviðræðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim. Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
„Sveitarfélagið Suðurland“ gæti orðið nafn á nýju sveitarfélagi verði af sameiningu fimm sveitarfélaga í Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um fimm þúsund og fjögur hundruð og það yrði land stærsta sveitarfélag landsins. Nú er verið að taka saman upplýsingar af sérstakri verkefnisstjórn sem kallast „Sveitarfélagið Suðurland“ fyrir sveitarstjórnir Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps svo þau geti tekið ákvörðun um hvort þau vilja halda áfram viðræðum og undirbúa tillögu sem íbúarnir kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Boðað hefur verið til íbúafunda í öllum sveitarfélögunum í næstu viku þar sem sameiningin verður kynnt og gerð grein fyrri minnisblöðum starfshópa, sem hafa verið að störfum undanfarnar vikur. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra er formaður verkefnishóps um sameiningarmálið. „Við ákváðum að fara með þetta í rafræna fundi og notumst við kerfið Zoom til þess. Margir eru þrautþjálfaðir á þessum tímum í Zoom og Teams og hvað allt þetta heitir. Við ákváðum að kýla á það og bindum töluvert miklar vonir við að það eigi eftir að ganga vel.“ Anton Kári segir að allir geti tekið þátt í íbúafundum í gegnum Zoom með því að skrá sig á fundina í gegnum heimasíðu verkefnisins, svsudurland.is og þá fær viðkomandi senda slóð til að verða þátttakandi á fundinum. „Við erum sem sagt í könnunarviðræðum um hvort það sé skynsamlegt og draga fram kosti og galla á sameiningu þessara fimm sveitarfélaga,“ segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, formaður verkefnishópsins um sameiningu sveitarfélaganna fimm.Einkasafn En ef niðurstaðan verður sú að sameina sveitarfélögin fimm, hvernig sveitarfélag yrði það? „Það yrði stórt og öflugt sveitarfélag, land stærsta sveitarfélag landsins með um fimm þúsund og fjögur hundruð íbúa og næði að Ásahreppi í vestri og Skaftárhrepp í austri.“ Hvað segir Anton Kári sjálfur, vill hann sameiningu sveitarfélaganna eða ekki? „Ég held að við séum sterkari heild saman,“ segir hann um leið og hann hvetur íbúa sveitarfélaganna til að skrá sig inn á íbúafundina inn á www.svsudurland.is og endilega að taka þátt. Það má líka skrá sig til að fylgjast með, það þarf engin að segja neitt frekar en hann vill. Í næstu viku og þar næstu viku fara fram rafrænir íbúafundir í öllum sveitarfélögunum eftirfarandi daga. Fundirnir hefjast allir klukkan 20:00. Ásahreppur 19. október Rangárþing ytra 20. október Rangárþing eystra 21. október Mýrdalshreppur 22. október Skaftárhreppur 27. október Í kjölfar fundanna verða lagðar viðhorfskannanir fyrir íbúana þar sem þeir verða spurðir um afstöðu sína til þess hvort sveitarfélagið þeirra eigi að fara í formlegar sameiningarviðræður og ef svo er, hvort tillaga um sameiningu þessara fimm sveitarfélaga sé það sem hugnast þeim.
Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira