Hringdu í fjárfesta í níu ár og velta nú milljarði Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. október 2020 07:01 Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks. Vísir/Vilhelm „Ég held að mikilvægi nýsköpunar renni upp fyrir fólki á krepputímum. Þegar hriktir í gömlu stoðunum, þá verður skyndilega áþreifanlegt hve mikilvægt er að stöðugt leita að nýjum tækifærum,“ segir Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks. Að hans sögn er fjárfestingarumhverfi nýsköpunar á Íslandi hins vegar frekar vanþróað. „Þú þarft einfaldlega að draga fram símann og hringja í þá sem þú telur mögulega fjárfesta, einn af öðrum. Þetta er það sem við höfum gert síðastliðin níu ár, það slapp til. Þótt oft hafi reynt verulega á,“ segir Benedikt. Lauf Forks er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var fljótlega eftir bankahrun, eða árið 2011. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Benedikt Skúlason og Guðbergur Björnsson. Í dag eru hluthafar um 80 talsins. Þar eru stofnendur stærstir en síðan Nýsköpunarsjóður og TM. Í upphafi var Lauf Forks stofnað utan um uppfinningu á demparagaffli fyrir reiðhjól sem fyrirtækið er með einkaleyfi á. Í dag er fyrirtækið einnig með alþjóðlegt einkaleyfi á stýri fyrir reiðhjól sem einnig er uppfinning félagsins. Þá eru tvær tegundir hjóla framleidd undir merkjum Lauf. Annars vegar malarhjólið Lauf True Grit og hins vegar alhliða reiðhjólið Lauf Anywhere. Að sögn Benedikts skipti styrkur frá Tækniþróunarsjóði sköpum fyrir fyrirtækið á upphafsárunum. „Ég hreinlega efast um að Lauf væri til í dag ef ekki væri fyrir Tækniþróunarsjóð. Styrkir þeirra gáfu okkur ákveðin fjármögnunargrunn, sem svo var hægt að byggja ofaná með sölu á hlutabréfum til einkafjárfesta,“ segir Benedikt. Í dag er fyrirtækið hins vegar komið í þann stærðarflokk að ákveðið var að leita fjárfesta til Bandaríkjanna. „Þegar fyrirtæki komast í næsta stærðarflokk, eins og Lauf með hratt vaxandi veltu sem nálgast einn milljarð, þá er ákveðið tómarúm hér á landi í fjármögnun,“ segir Benedikt og bætir við: Þegar ekki dugar lengur að hringja í staka einkafjárfesta, og kreista út nokkrar milljónir hér og nokkrar milljónir þar. Því leituðum við til Bandaríkjanna við þá 350-1400 milljóna króna fjármögnun sem við vonumst til þess að loka innan fjögurra vikna.“ Síðastliðið vor tók fyrirtækið ákvörðun um að umbylta sölukerfi félagsins og hætta samstarfi við um 100 söluaðila í Bandaríkjunum. Þess í stað er salan milliliðalaus og hefur bæði velta og framlegð aukist mjög í kjölfarið. Benedikt áætlar að fyrirtækið loki fjármögnun í Bandaríkjunum á næstu fjórum vikunum.Vísir/Vilhelm „Nýja sölukerfið okkar er auðskalanlegt, og við búum yfir miklu forskoti á samkeppnisaðilana. Bæði hvað varðar ýmsa einkaleyfavarða tækni í hjólunum sjálfum, sem og þau skilvirku framleiðsluferli við höfum komið upp. Þessu mun fylgja aukinn fjöldi starfsfólks. Að minnsta kosti að einhverju leyti á Íslandi. Vonandi að talsverðu leyti,“ segir Benedikt. Og það er bjart framundan að sögn Benedikts: „Í grófum dráttum þá gerum við ráð fyrir að um það bil tvöfalda veltu okkar árlega næstu árin. Í takt við kynningu nýrra vara og aukna markaðssetningu þeirra.“ Að mati Benedikts þyrfti umhverfi fjármögnunar fyrir nýsköpun á Íslandi þó að vera skilvirkari. „Ég upplifi að fólk er almennt mjög opið fyrir fjárfestingu í nýsköpun, en það sem vantar sárlega á Íslandi er skilvirkari tenging á milli þeirra sem vilja fjárfesta og þeirra sem halda á tækifærunum,“ segir Benedikt og bætir við: Ég held að samfélagið í heild sé að verða af miklum verðmætum við þessa óskilvirkni. Fólk vill fjárfesta og frumkvöðlar vilja fjárfestingu, en aðilar vita ekki hver af öðrum. En hvaða ráð myndir þú gefa aðilum sem hafa áhuga á að ná til fjárfesta erlendis frá? „Varðandi fjármögnun erlendis, þá ráðlegg ég fólki að taka þau skref fyrr en seinna. Íslenskt fjárfestingaumhverfi fyrir hratt vaxandi fyrirtæki er takmarkað og það getur tekið tíma að byggja upp tengslanet og traust fjárfesta erlendis, þar sem maður hefur ekki sama persónulega tengslanetið,“ segir Benedikt. Í stjórn Laufs eru: Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður er formaður, Örn Skúlason, Guðberg Björnsson, Lilja Einarsdóttir og Davíð Freyr Albertsson. Nýsköpun Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
„Ég held að mikilvægi nýsköpunar renni upp fyrir fólki á krepputímum. Þegar hriktir í gömlu stoðunum, þá verður skyndilega áþreifanlegt hve mikilvægt er að stöðugt leita að nýjum tækifærum,“ segir Benedikt Skúlason framkvæmdastjóri Lauf Forks. Að hans sögn er fjárfestingarumhverfi nýsköpunar á Íslandi hins vegar frekar vanþróað. „Þú þarft einfaldlega að draga fram símann og hringja í þá sem þú telur mögulega fjárfesta, einn af öðrum. Þetta er það sem við höfum gert síðastliðin níu ár, það slapp til. Þótt oft hafi reynt verulega á,“ segir Benedikt. Lauf Forks er eitt þeirra fyrirtækja sem stofnað var fljótlega eftir bankahrun, eða árið 2011. Stofnendur fyrirtækisins eru þeir Benedikt Skúlason og Guðbergur Björnsson. Í dag eru hluthafar um 80 talsins. Þar eru stofnendur stærstir en síðan Nýsköpunarsjóður og TM. Í upphafi var Lauf Forks stofnað utan um uppfinningu á demparagaffli fyrir reiðhjól sem fyrirtækið er með einkaleyfi á. Í dag er fyrirtækið einnig með alþjóðlegt einkaleyfi á stýri fyrir reiðhjól sem einnig er uppfinning félagsins. Þá eru tvær tegundir hjóla framleidd undir merkjum Lauf. Annars vegar malarhjólið Lauf True Grit og hins vegar alhliða reiðhjólið Lauf Anywhere. Að sögn Benedikts skipti styrkur frá Tækniþróunarsjóði sköpum fyrir fyrirtækið á upphafsárunum. „Ég hreinlega efast um að Lauf væri til í dag ef ekki væri fyrir Tækniþróunarsjóð. Styrkir þeirra gáfu okkur ákveðin fjármögnunargrunn, sem svo var hægt að byggja ofaná með sölu á hlutabréfum til einkafjárfesta,“ segir Benedikt. Í dag er fyrirtækið hins vegar komið í þann stærðarflokk að ákveðið var að leita fjárfesta til Bandaríkjanna. „Þegar fyrirtæki komast í næsta stærðarflokk, eins og Lauf með hratt vaxandi veltu sem nálgast einn milljarð, þá er ákveðið tómarúm hér á landi í fjármögnun,“ segir Benedikt og bætir við: Þegar ekki dugar lengur að hringja í staka einkafjárfesta, og kreista út nokkrar milljónir hér og nokkrar milljónir þar. Því leituðum við til Bandaríkjanna við þá 350-1400 milljóna króna fjármögnun sem við vonumst til þess að loka innan fjögurra vikna.“ Síðastliðið vor tók fyrirtækið ákvörðun um að umbylta sölukerfi félagsins og hætta samstarfi við um 100 söluaðila í Bandaríkjunum. Þess í stað er salan milliliðalaus og hefur bæði velta og framlegð aukist mjög í kjölfarið. Benedikt áætlar að fyrirtækið loki fjármögnun í Bandaríkjunum á næstu fjórum vikunum.Vísir/Vilhelm „Nýja sölukerfið okkar er auðskalanlegt, og við búum yfir miklu forskoti á samkeppnisaðilana. Bæði hvað varðar ýmsa einkaleyfavarða tækni í hjólunum sjálfum, sem og þau skilvirku framleiðsluferli við höfum komið upp. Þessu mun fylgja aukinn fjöldi starfsfólks. Að minnsta kosti að einhverju leyti á Íslandi. Vonandi að talsverðu leyti,“ segir Benedikt. Og það er bjart framundan að sögn Benedikts: „Í grófum dráttum þá gerum við ráð fyrir að um það bil tvöfalda veltu okkar árlega næstu árin. Í takt við kynningu nýrra vara og aukna markaðssetningu þeirra.“ Að mati Benedikts þyrfti umhverfi fjármögnunar fyrir nýsköpun á Íslandi þó að vera skilvirkari. „Ég upplifi að fólk er almennt mjög opið fyrir fjárfestingu í nýsköpun, en það sem vantar sárlega á Íslandi er skilvirkari tenging á milli þeirra sem vilja fjárfesta og þeirra sem halda á tækifærunum,“ segir Benedikt og bætir við: Ég held að samfélagið í heild sé að verða af miklum verðmætum við þessa óskilvirkni. Fólk vill fjárfesta og frumkvöðlar vilja fjárfestingu, en aðilar vita ekki hver af öðrum. En hvaða ráð myndir þú gefa aðilum sem hafa áhuga á að ná til fjárfesta erlendis frá? „Varðandi fjármögnun erlendis, þá ráðlegg ég fólki að taka þau skref fyrr en seinna. Íslenskt fjárfestingaumhverfi fyrir hratt vaxandi fyrirtæki er takmarkað og það getur tekið tíma að byggja upp tengslanet og traust fjárfesta erlendis, þar sem maður hefur ekki sama persónulega tengslanetið,“ segir Benedikt. Í stjórn Laufs eru: Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður er formaður, Örn Skúlason, Guðberg Björnsson, Lilja Einarsdóttir og Davíð Freyr Albertsson.
Nýsköpun Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03
Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09
Vinna náið með Facebook og Sony og ætla að fjölga starfsfólki Sýndarveruleiki þar sem notendur hafa töframátt og geta án þess að nota stýripinna framkvæmt alls skyns galdra með því að smella eigin fingrum, láta hluti hverfa, skjóta eldingum, lengja fingur, breyta hlutum í froska og fleira. 28. ágúst 2020 09:00