Ísland er land þitt Hjörtur Hjartarson skrifar 19. október 2020 10:18 Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Landið er fagurt og frítt og fólkið líka. Um allt land er dugandi fólk að vinna allskyns þjóðþrifaverk auk þess að sjá sér og sínum farborða. Horfið bara á Landann í Sjónvarpinu. Í stjórnmálum landsins er hins vegar uppi ógnvænleg staða. Í fyrsta skipti í sögu landsins býst Alþingi til þess að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga og hefur í átta ár reynt fyrir sér. Til samanburðar getum við litið til vinaþjóðar okkar Breta, rótgróins lýðræðisríkis. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram 23. júní 2016. Niðurstaðan var að 52% greiddu atkvæði með útgöngu. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Engu beytti þótt þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit væri ráðgefandi. Engu breytti þótt meiri hluti þingsins væri á móti útgöngunni. Aldrei kom til greina annað en að þingið virti úrslit atkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Ekkert þjóðþing í lýðræðisríki kallar kjósendur til atkvæðagreiðslu um grundvallarmál og hunsar síðan niðurstöðuna. Þegar Alþingi býst til að hafa að engu úrslit lýðræðislegra kosninga þurfa almennir borgarar í landinu að bregðast við. Og það hafa þeir gert og það var þeim líkt. Á fimmta tug þúsunda hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi virði úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá sem fram fór 20. október 2012. – ATH! Undirskriftasöfnuninni lýkur á miðnætti í kvöld. Nú, þegar þögnin er rofin um nýju stjórnarskrána, hefur fólk eðlilega skoðanir á einstökum greinum hennar. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum ekki á byrjunarreit í stjórnarskrárferlinu heldur á lokasprettinum. Langt lýðræðislegt ferli er að baki og kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm, samþykkt að ákveðnar tillögur skuli verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár fyrir Ísland. Aðeins ein grundvallarspurning stendur eftir í stjórnarskrármálinu og hún er þessi: Eru úrslit lýðræðislegra kosninga virt á Íslandi eða ekki? Við hljótum líka að spyrja: Er þjóðin fullvalda eða eru einhver önnur öfl í samfélaginu sem ráða för? Hverjir eiga Ísland? Eru stjórnarhættir í uppsiglingu sem við viljum ekki? Ísland er land þitt og mitt. Látum ekki kæfa draum landsmanna um betra og sanngjarnara samfélag á heilbrigðum grunni. Skrifum undir á www.nystjornarskra.is. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun