María Meðalfellsgæs leitar að heimili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 18:56 Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið sonja@dyrahjalp.is Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið sonja@dyrahjalp.is
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira