Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 17:58 Purdue Pharma markaðssetti Oxycontin grimmt. Það er sterkt verkjalyf sem var lengi vel aðeins langt leiddum krabbameinssjúklingum. Fyrirtækið kom því til leiðar að læknar skrifuðu upp á það til fólks með þráláta verki. Margir urðu háðir og hundruð þúsunda létust í Bandaríkjunum í kjölfarið. Þá eru ótaldir þeir sem hafa beðið bana annars staðar, þar á meðal á Íslandi. AP/Douglas Healey Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. Sáttin útilokar ekki að eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir ópíóíðafaraldurinn í Bandaríkjunum. Hátt í hálf milljón Bandaríkjamanna hefur látið lífið vegna ópíóíðafíkni og ofneyslu frá árinu 2000. Sérfræðingar segja að það hafi verið Oxycontin sem hafi verið meginorsök þess að sá faraldur fór af stað. Framleiðendur lyfsins hafa lengi þrætt fyrir að það sé ávanabindandi. Fyrirtækið framleiddi milljónir pillna af lyfinu á sama tíma og faraldurinn geisaði. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að það hefði náð sátt við Purdue Pharma sem alríkissaksóknarar hafa haft til rannsóknar vegna markaðssetningar á Oxycontin. Stjórnendur fyrirtækisins óskuðu eftir því að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra. AP-fréttastofan segir að Purdue Pharma ætli að viðurkenna sekt sína í þremur ákæruliðum sem bandaríska dómsmálaráðuneytið lagði fram, þar á meðal um samsæri og mútur. Þrotabú fyrirtækisins greiðir meira en 1.100 milljarða íslenskra króna og er það hæsta upphæð sem bandarískt lyfjafyrirtæki hefur greitt í sátt vegna ópíóíðafaraldursins. Með sáttinni gengst fyrirtækið við því að hafa blekkt Lyfjastofnun Bandaríkjanna (DEA) um að það ynni að því að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins og veitt henni rangar upplýsingar til þess að geta aukið framleiðslukvóta sína. Það viðurkennir einnig að hafa brotið lög þegar það greiddi læknum til þess að skrifa upp á ópíóíðalyfið og notað fyrirtæki sem hélt utan um heilbrigðisgögn til þess að hafa áhrif á hvaða verkjalyf læknar skrifuðu upp á. Í samkomulaginu við dómsmálaráðuneytið segir þannig að fyrirtækið hafi vísvitandi lagt á ráðin um að láta skrifa upp á lyfið án lögmætrar læknisfræðilegrar ástæðu og utan hefðbundinna leiða. „Múturnar kom markaðsdeild Purdue í reynd inn á læknastofuna með þumalinn á vogina einmitt á því augnabliki sem læknar tóku mikilvægar ákvarðanir um heilsu sjúklinga,“ sagði Christina E. Nolan, alríkissaksóknari í Vermont, þegar sáttin var kynnt. Purdue er í eigu Sackler-fjölskyldunnar sem hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa makað krókinn á meðan þúsundir manna létu lífið af völdum lyfsins sem fyrirtækið gekk hart fram í að markaðssetja. Sáttin í dag útilokar ekki að hún eða stjórnendur Purdue verði síðar sóttir til saka. Í yfirlýsingu í dag hafnaði fjölskyldan því að hún hefði gert nokkuð saknæmt og skellti skuldinni á einstaka stjórnendur fyrirtækisins sem hefðu framið afbrot. „Enginn úr Sackler-fjölskyldunni tók þátt í þessari hegðun eða var í stjórnandahlutverki hjá Purdue á þessu tímabili,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingunni. Washington Post segir að fjölskyldan hafi engu að síður sæst á að greiða 225 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 31 milljarðs íslenskra króna, í einkaréttarkröfu í málinu vegna athafna hennar sem eigendur fyrirtækisins til að auka sölu á Oxycontin. Ekki eru allir sáttir við að Sackler-fjölskyldan hafi sloppið með skrekkinn að þessu sinni. Maura Healey, dómsmálaráðherra Massachusetts, sakaði dómsmálaráðuneytið um að hafa brugðist með því að hafa ekki gengið harðar fram gegn Purdue og Sackler-fjölskyldunni. Lyf Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. Sáttin útilokar ekki að eigendur eða stjórnendur fyrirtækisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir ópíóíðafaraldurinn í Bandaríkjunum. Hátt í hálf milljón Bandaríkjamanna hefur látið lífið vegna ópíóíðafíkni og ofneyslu frá árinu 2000. Sérfræðingar segja að það hafi verið Oxycontin sem hafi verið meginorsök þess að sá faraldur fór af stað. Framleiðendur lyfsins hafa lengi þrætt fyrir að það sé ávanabindandi. Fyrirtækið framleiddi milljónir pillna af lyfinu á sama tíma og faraldurinn geisaði. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að það hefði náð sátt við Purdue Pharma sem alríkissaksóknarar hafa haft til rannsóknar vegna markaðssetningar á Oxycontin. Stjórnendur fyrirtækisins óskuðu eftir því að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra. AP-fréttastofan segir að Purdue Pharma ætli að viðurkenna sekt sína í þremur ákæruliðum sem bandaríska dómsmálaráðuneytið lagði fram, þar á meðal um samsæri og mútur. Þrotabú fyrirtækisins greiðir meira en 1.100 milljarða íslenskra króna og er það hæsta upphæð sem bandarískt lyfjafyrirtæki hefur greitt í sátt vegna ópíóíðafaraldursins. Með sáttinni gengst fyrirtækið við því að hafa blekkt Lyfjastofnun Bandaríkjanna (DEA) um að það ynni að því að koma í veg fyrir misnotkun lyfsins og veitt henni rangar upplýsingar til þess að geta aukið framleiðslukvóta sína. Það viðurkennir einnig að hafa brotið lög þegar það greiddi læknum til þess að skrifa upp á ópíóíðalyfið og notað fyrirtæki sem hélt utan um heilbrigðisgögn til þess að hafa áhrif á hvaða verkjalyf læknar skrifuðu upp á. Í samkomulaginu við dómsmálaráðuneytið segir þannig að fyrirtækið hafi vísvitandi lagt á ráðin um að láta skrifa upp á lyfið án lögmætrar læknisfræðilegrar ástæðu og utan hefðbundinna leiða. „Múturnar kom markaðsdeild Purdue í reynd inn á læknastofuna með þumalinn á vogina einmitt á því augnabliki sem læknar tóku mikilvægar ákvarðanir um heilsu sjúklinga,“ sagði Christina E. Nolan, alríkissaksóknari í Vermont, þegar sáttin var kynnt. Purdue er í eigu Sackler-fjölskyldunnar sem hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa makað krókinn á meðan þúsundir manna létu lífið af völdum lyfsins sem fyrirtækið gekk hart fram í að markaðssetja. Sáttin í dag útilokar ekki að hún eða stjórnendur Purdue verði síðar sóttir til saka. Í yfirlýsingu í dag hafnaði fjölskyldan því að hún hefði gert nokkuð saknæmt og skellti skuldinni á einstaka stjórnendur fyrirtækisins sem hefðu framið afbrot. „Enginn úr Sackler-fjölskyldunni tók þátt í þessari hegðun eða var í stjórnandahlutverki hjá Purdue á þessu tímabili,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingunni. Washington Post segir að fjölskyldan hafi engu að síður sæst á að greiða 225 milljónir dollara, jafnvirði rúmlega 31 milljarðs íslenskra króna, í einkaréttarkröfu í málinu vegna athafna hennar sem eigendur fyrirtækisins til að auka sölu á Oxycontin. Ekki eru allir sáttir við að Sackler-fjölskyldan hafi sloppið með skrekkinn að þessu sinni. Maura Healey, dómsmálaráðherra Massachusetts, sakaði dómsmálaráðuneytið um að hafa brugðist með því að hafa ekki gengið harðar fram gegn Purdue og Sackler-fjölskyldunni.
Lyf Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira