Fannst hann bregðast með því að vera ekki kistuberi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2020 20:00 Rúrik Gíslason hefur búið erlendis að spila knattspyrnu síðustu 17 ár en er nú fluttur til Íslands. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Þetta var innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. „Ég held að fólk eigi alltaf að fá hjálp við svona áföllum, ég hef ekki gert það reyndar sjálfur“ viðurkennir Rúrik. Hann segist þó vera á góðum stað og hefur nú meðal annars sótt fund með föður sínum hjá Sorgarmiðstöðinni. „Ég og pabbi eigum það sameiginlegt að fara svolítið áfram á hörkunni og borið okkar sorg í hljóði en ég held að það sé ekki endilega rétta leiðin. Sem betur fer er hugur manns aðeins að opnast fyrir því að fá hjálp og ræða aðeins hlutina. Það getur haft góð áhrif á mann.“ Áttu fallega stund saman Rúrik ræddi sorgina og þessa lífsreynslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þar sem hann var skuldbundinn erlendis í vinnu þegar móðir hans varð veik, gat hann ekki verið á Íslandi. Hann fékk svo leyfi til að fara heim eftir að móður hans hrakaði og gat þá verið með fjölskyldunni. Eftir að móðir hans var lögð inn á líknardeild voru takmarkanir á heimsóknum vegna kórónuveirufaraldursins svo þau þurftu að skiptast á að vera hjá henni. „Á endanum áttum við mjög fallega stund saman þegar hún lést, þá vorum við öll hjá henni eins og hún var búin að biðja um. Þessa síðustu daga inni á líknardeild var voða sérstakt að þurfa að ræða við mömmu sína og skipuleggja hvaða 20 manns átti að bjóða í útförina og hvaða söngvara hún vildi fá til að syngja í útförinni sinni. Hún gerði þetta allt hálf hlæjandi, hún djókaði fram á síðasta móment. Ég held og ég trúi því að hún vilji að við njótum lífsins. Það er ekkert sem við getum gert í þessu og ég trúi því að hún vilji bara að við séum hamingjusöm.“ Rúrik Gíslason ásamt móður sinni, Þóru Ragnarsdóttir.Aðsend mynd Horfði á jarðaförina í tölvunni heima Í viðtalinu kom Rúrik meðal annars inn á taktlausu pressunni frá liðinu úti í Þýskalandi um að koma til baka strax eftir að móðir hann lést, sem varð til þess að hann gat ekki verið viðstaddur jarðarförina. „Það var mjög sérstakt. Hún deyr og það voru mjög fá flug á Íslandi á þessum tíma og ég var búinn að vera á Íslandi í þrjár vikur, sem er í mínu starfi ekki endilega vel séð. Ég var farinn að finna fyrir mjög mikilli pressu að koma aftur út. Ég næ að vera viðstaddur kistulagningunni. Á líknardeildinni var hún búin að biðja mig um að vera kistuberi og ég fer í kistulagningu og svo líður vika þangað til hún er jörðuð. Ég var byrjaður að finna fyrir þannig pressu frá mínum vinnuveitanda að ég þurfti að drífa mig út til að fara aftur að spila.“ Á þessum tíma voru samt ekki leikir heldur aðeins heimaæfingar hjá liðinu. „Þannig að mér fannst það taktlaust, auðvitað. Þannig að ég fer á æfingu um morgun og flýti mér svo heim að horfa á beina útsendingu frá jarðarförinni hennar. Það var svona eitt erfiðasta mómentið. Það var svona eina mómentið sem mér fannst, ég er að bregðast henni að hafa ekki borið kistuna. En ég held að mamma hefði ekki viljað að við værum að lifa í einhverri eftirsjá eða negla okkur niður fyrir eitthvað sem við höfðum ekkert endilega stjórn á.“ Með aðeins nokkurra mánaða millibili missti Rúrik bæði móður sína og æskuvin sinn, Bjarka Má Sigvaldason. Í þessu einlæga viðtali segir hann frá missinum og sorgarúrvinnslunni eftir þessi áföll. Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við Rúrik í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fokk ég er með krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína, Þóru Ragnarsdóttir, í apríl á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein. Þetta var innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. „Ég held að fólk eigi alltaf að fá hjálp við svona áföllum, ég hef ekki gert það reyndar sjálfur“ viðurkennir Rúrik. Hann segist þó vera á góðum stað og hefur nú meðal annars sótt fund með föður sínum hjá Sorgarmiðstöðinni. „Ég og pabbi eigum það sameiginlegt að fara svolítið áfram á hörkunni og borið okkar sorg í hljóði en ég held að það sé ekki endilega rétta leiðin. Sem betur fer er hugur manns aðeins að opnast fyrir því að fá hjálp og ræða aðeins hlutina. Það getur haft góð áhrif á mann.“ Áttu fallega stund saman Rúrik ræddi sorgina og þessa lífsreynslu í Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þar sem hann var skuldbundinn erlendis í vinnu þegar móðir hans varð veik, gat hann ekki verið á Íslandi. Hann fékk svo leyfi til að fara heim eftir að móður hans hrakaði og gat þá verið með fjölskyldunni. Eftir að móðir hans var lögð inn á líknardeild voru takmarkanir á heimsóknum vegna kórónuveirufaraldursins svo þau þurftu að skiptast á að vera hjá henni. „Á endanum áttum við mjög fallega stund saman þegar hún lést, þá vorum við öll hjá henni eins og hún var búin að biðja um. Þessa síðustu daga inni á líknardeild var voða sérstakt að þurfa að ræða við mömmu sína og skipuleggja hvaða 20 manns átti að bjóða í útförina og hvaða söngvara hún vildi fá til að syngja í útförinni sinni. Hún gerði þetta allt hálf hlæjandi, hún djókaði fram á síðasta móment. Ég held og ég trúi því að hún vilji að við njótum lífsins. Það er ekkert sem við getum gert í þessu og ég trúi því að hún vilji bara að við séum hamingjusöm.“ Rúrik Gíslason ásamt móður sinni, Þóru Ragnarsdóttir.Aðsend mynd Horfði á jarðaförina í tölvunni heima Í viðtalinu kom Rúrik meðal annars inn á taktlausu pressunni frá liðinu úti í Þýskalandi um að koma til baka strax eftir að móðir hann lést, sem varð til þess að hann gat ekki verið viðstaddur jarðarförina. „Það var mjög sérstakt. Hún deyr og það voru mjög fá flug á Íslandi á þessum tíma og ég var búinn að vera á Íslandi í þrjár vikur, sem er í mínu starfi ekki endilega vel séð. Ég var farinn að finna fyrir mjög mikilli pressu að koma aftur út. Ég næ að vera viðstaddur kistulagningunni. Á líknardeildinni var hún búin að biðja mig um að vera kistuberi og ég fer í kistulagningu og svo líður vika þangað til hún er jörðuð. Ég var byrjaður að finna fyrir þannig pressu frá mínum vinnuveitanda að ég þurfti að drífa mig út til að fara aftur að spila.“ Á þessum tíma voru samt ekki leikir heldur aðeins heimaæfingar hjá liðinu. „Þannig að mér fannst það taktlaust, auðvitað. Þannig að ég fer á æfingu um morgun og flýti mér svo heim að horfa á beina útsendingu frá jarðarförinni hennar. Það var svona eitt erfiðasta mómentið. Það var svona eina mómentið sem mér fannst, ég er að bregðast henni að hafa ekki borið kistuna. En ég held að mamma hefði ekki viljað að við værum að lifa í einhverri eftirsjá eða negla okkur niður fyrir eitthvað sem við höfðum ekkert endilega stjórn á.“ Með aðeins nokkurra mánaða millibili missti Rúrik bæði móður sína og æskuvin sinn, Bjarka Má Sigvaldason. Í þessu einlæga viðtali segir hann frá missinum og sorgarúrvinnslunni eftir þessi áföll. Hægt er að hlusta á viðtal Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur við Rúrik í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fokk ég er með krabbamein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Tengdar fréttir „Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15 Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30 Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Þetta var svona lamandi tilfinning, maður nánast hrundi í gólfið“ Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur í tvígang þurft að mæta áföllum, sorg og missi tengt krabbameini. Hann missti móður sína á þessu ári eftir skamma baráttu við krabbamein, innan við ári eftir að hann missti náinn vin sinn úr sama sjúkdómi. 15. október 2020 08:15
Greindist með krabbamein í miðju sorgarferlinu Á þremur árum missti Ása Magnúsdóttir báða foreldra sína úr krabbameini og greindist sjálf með krabbamein. Hún nýtir nú þessa erfiðu reynslu til þess að hjálpa fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum krabbameinsgreindra. 1. október 2020 08:30