Réttlætið er ekki einfalt Þröstur Friðfinnsson skrifar 23. október 2020 10:01 Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun