„Þetta er harmleikur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2020 20:01 Guttormur er með búskap á bænum Grænumýri ásamt konu sinni og fjórum ungum börnum. Facebook/Guttormur Hrafn Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“ Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. Riðuveiki greindist í sauðfé á bænum Stóru Ökrum 1 í gær og er sterkur grunur um riðusmit á þremur bæjum til viðbótar, þar á meðal Grænumýri. Endanleg niðurstaða mun þó ekki liggja fyrir fyrr en seint á þriðjudag. Riða hefur greinst á bæjunum þremur í fé sem var annað hvort keypt eða gefið frá Stóru Ökrum. Útlit er fyrir að farga þurfi hátt í þrjú þúsund fjár. Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi á Grænumýri, segir samfélagið lamað vegna veikinnar. „Við erum öll mjög slegin og samfélagið er bara lamað hér í sveitinni. Við vonum að það séu bjartri tímar fram undan,“ segir Guttormur í samtali við fréttastofu. „Þetta er alveg ömurlegt, það er ekkert öðruvísi. Þetta eru bara hamfarir og alveg svakalegur skellur fyrir allt samfélagið hérna í heild,“ segir Guttormur. Hann segist ekki hafa séð að kindurnar á bænum séu orðnar veikar. Sýni var tekið úr hrúti sem kom frá Stóru Ökrum árið 2017 riða greindist. Hann segir að sýni úr fleiri kindum hafi verið tekin en niðurstöður liggi ekki fyrir. Hann segist ekki viss um hvort þau muni halda áfram búskap. Of snemmt sé að segja til um það. „Nú tekur við tveggja ára fjárleysi og hreinsun á útihúsum og umhverfi. Svo er bara að sjá til eftir þann tíma, ég hugsa að við getum ekki gert neitt annað,“ segir Guttormur. „Þetta er harmleikur, það stunda þetta allir með góðri trú að ekkert svona sé á svæðinu. En þetta gerðist ekkert í gær, það er greinilegt að það eru þónokkur ár síðan þetta smit fer af stað. Ég fæ hrútinn 2017 og ég hef ekki tekið eftir neinu sem bendir til þess að hann sé með þennan sjúkdóm.“
Landbúnaður Akrahreppur Skagafjörður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23
Riða í Skagafirði staðfest Riða á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði hefur verið staðfest. 22. október 2020 12:11