„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:33 Guðlaug Rakel segir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu smitanna. Vísir/Vilhelm Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni. „Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans. Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur. „Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna. Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun. „Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira