Stjórnarformaður Samsung og ríkasti maður Suður-Kóreu látinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 09:05 Lee Kun-hee árið 2011 þegar hann stýrði sendinefnd Suður-Kóreu sem sóttist eftir að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018. AP/Schalk van Zuydam Lee Kun-hee, stjórnarformaður Samsung Group, er látinn 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara, jafnvirði hátt í þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Samsung Group er stærsta fyrirtækjasamsteypa Suður-Kóreu. Lee tók við fyrirtækinu af föður sínum sem stofnaði það árið 1938. Hann byrjaðir fyrst að vinna fyrir samsteypuna árið 1968 og tók við sem stjórnarformaður eftir andlát föður síns árið 1987. Í tíð Lee varð Samsung Group að einu mesta viðskiptaveldi í heimi. Þrátt fyrir auðævi og velgengni í viðskiptalífinu forðaðist Lee sviðsljósið og var þekkur sem „einsetukóngurinn“ í Suður-Kóreu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var ekki óumdeildur og var í tvígang sakfelldur fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hafa mútað Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta landsins. Eftir að Lee var ákærður fyrir skattvik og fjárdrátt árið 2008 vék hann úr stóli stjórnarformanns. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi en hlaut forsetanáðun ári síðar og tók aftur við sem stjórnarformaður. Stýrði hann umsókn Suður-Kóreu um Vetrarólympíuleikana árið 2018. Ekki hefur verið greint frá banameini Lee en hann hefur þurft á umönnun að halda frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2014. Samsung Suður-Kórea Andlát Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Lee Kun-hee, stjórnarformaður Samsung Group, er látinn 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara, jafnvirði hátt í þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Samsung Group er stærsta fyrirtækjasamsteypa Suður-Kóreu. Lee tók við fyrirtækinu af föður sínum sem stofnaði það árið 1938. Hann byrjaðir fyrst að vinna fyrir samsteypuna árið 1968 og tók við sem stjórnarformaður eftir andlát föður síns árið 1987. Í tíð Lee varð Samsung Group að einu mesta viðskiptaveldi í heimi. Þrátt fyrir auðævi og velgengni í viðskiptalífinu forðaðist Lee sviðsljósið og var þekkur sem „einsetukóngurinn“ í Suður-Kóreu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var ekki óumdeildur og var í tvígang sakfelldur fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hafa mútað Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta landsins. Eftir að Lee var ákærður fyrir skattvik og fjárdrátt árið 2008 vék hann úr stóli stjórnarformanns. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi en hlaut forsetanáðun ári síðar og tók aftur við sem stjórnarformaður. Stýrði hann umsókn Suður-Kóreu um Vetrarólympíuleikana árið 2018. Ekki hefur verið greint frá banameini Lee en hann hefur þurft á umönnun að halda frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2014.
Samsung Suður-Kórea Andlát Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira